SOS sögur 17.apríl 2019

Erfiðast þegar systirin dó

Mash var 5 ára þegar hún kom ásamt systur sinni í SOS barnaþorpið í Adiss Ababa í Eþíópíu. Þær höfðu misst foreldra sína en Mash veit enn ekki hvernig það gerðist. Hún átti frábæra æsku í barnaþorpinu en upplifði sinn erfiðasta tíma þar þegar systir hennar dó.

Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi, hitti Mash í þorpinu í Addis á dögunum.

ÉG VIL VERÐA SOS-STYRKTARFORELDRI

Allt svo stórt þegar maður er lítill

„Fyrsta minningin mín er að ég fór í sturtu og svo í hádegismat. Ég var svo lítil að mér fannst allt mjög stórt hérna.“

Mash segist ekki hafa þurft neinn aðlögunartíma því fyrir sér hafi þetta bara snúist að halda áfram með lífið. „Það var ekki mikið mál að eignast vini hérna því það voru 11 krakkar í húsinu. Þau voru ekki bara vinir mínir því við urðum öll systkini líka.“

Styrktarforeldri kom með gjafir

Styrktarforeldrar SOS Barnaþorpanna eru þeir sem gera samtökunum kleift að útvega umkomulausum börnum nýja fjölskyldu í stað þeirrar sem þau hafa misst. Mash man sérstaklega eftir einu styrktarforeldri sínu, konu frá Þýskalandi sem kom reglulega í heimsókn.Mash Eþíópía.jpg

„Þetta var elskuleg kona sem kom hingað með gjafir fyrir mig og hina krakkana í húsinu fyrir hátíðarnar. Hún kom með sælgæti og leikföng. Hún var alveg stórkostleg. Hún er eina styrktarforeldri mitt sem kom hingað í heimsókn.“

Sálfræðiáhugi kviknaði í uppeldinu

Mash segir að það hafi verið mjög eðlilegt að alast upp í barnaþorpinu. Eini munurinn sé að það er mun fjölmennara á SOS-heimili heldur en hefðbundnu. „Maður á mörg systkini og á samskipti við miklu fleira fólk en ella. Ég öðlaðist reynslu í að tjá mig á mismunandi vegu því fólk er jú misjafnt í hegðun og atferli.“

Þessi reynsla átti eftir að leggja línurnar fyrir framtíð Mash því hún fór síðar í sálfræðinám og starfar nú sem sálfræðingur. „Mig hefur alltaf langað til að skilja hvað veldur því að manneskjan hagar sér á ákveðinn hátt.“ Þessu tengt má geta að örlítil seinkun varð á upphafi viðtalsins því Mash fékk símtal frá skjólstæðingi sem var í uppnámi.

Systirin dó

-Upplifðirðu einhvern tímann erfiða tíma í þorpinu? -Já... systir mín dó hérna. Það var mjög erfiður tími.“ sagði Mash en vildi ekki fara nánar út í það.

-Ertu hamingjusöm í dag? „Já algerlega. Ég elska lífið mitt, Vinnuna og að koma hingað að hitta fjölskylduna og börnin.“

ÉG VIL VERÐA SOS-STYRKTARFORELDRI

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Viljir þú styrkja barn í tilteknu landi, t.d. í Króatíu, skrifar þú einfaldlega „Króatía" í dálkinn fyrir athugasemdir.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði