SOS sögur 12.mars 2018

Engin hindrun of stór

Þrátt fyrir að hafa þurft að glíma við stórar áskoranir frá fæðingu er Fatima sem ólst upp í SOS Barnaþorpi í Mexíkó nú að undirbúa sig fyrir háskólanám.

Fatima er með meðfædda hryggskekkju sem hefur veruleg áhrif á líf hennar og getur m.a. hindrað öndun.

Þrátt fyrir mótlætið er þessi tvítuga stúlka ekki á því að láta það koma í veg fyrir að draumar hennar verði að veruleika.

„Ég veit að mér er margt til lista lagt og að fötlun mín kemur ekki í veg fyrir hæfileika mína. Það eina sem ég get ekki gert er að hlaupa og hoppa,“ segir Fatima með ákveðinni röddu.

Hún var sex ára gömul þegar hún flutti í SOS Barnaþorpið Tuxtla Gutiérrez, en það sérhæfir sig í umönnun og meðferð fatlaðra barna. Í barnaþorpinu fékk Fatima þann stuðning og meðferð sem hún svo nauðsynlega þurfti á að halda.

„SOS Barnaþorpin hafa gefið mér tækifæri sem ég hefði aldrei fengið annars. Svo er líka bara svo yndislegt að búa hérna,“ segir hún.

Sem stendur er Fatima í fornámi fyrir háskólanám. Að fornámi loknu getur hún skráð sig í samskiptafræði við háskólann í Chiapas (UNACH).

„Mig hefur langað til að læra samskiptafræði frá því ég var barn. Ég held nefnilega að slíkt nám muni gefa mér tækifæri til að þróa með mér hæfileika mína og nýta þá á sem bestan hátt.“

Fatima er nú að vinna að myndbandi sem sýnir starfsemi og árangur SOS Barnaþorpsins Tuxtla Gutiérrez.

Í myndbandinu verða m.a. frásagnir fjölskyldumeðlima hennar úr barnaþorpinu en aðaláherslan verður á þau miklu og jákvæðu áhrif sem það hefur á fatlað barn að eiga fjölskyldu, heimili og umhverfi sem veitir því ást og vernd.

Sjálf segir Fatima að hennar eigin SOS fjölskylda, sem styður hana skilyrðislaust, sé lifandi sönnun þessa og þegar hún er ekki að læra finnst henni skemmtilegast að leika við systkini sín í barnaþorpinu.

„Ég trúi því að menntun geti breytt lífi fólks,“ segir Fatima: „Hún getur opnað á tækifæri, t.d. að geta hjálpað fólki að eignast betra líf.“

 

Fatima verður fyrsta unga konan frá SOS Barnaþoprinu Tuxtla Gutiérrez til að hefja nám við háskóla.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði