SOS sögur 7.september 2018

Endurheimti börnin eftir 3 ára aðskilinað

Öll börn vilja gott heimili og alast upp hjá foreldrum sínum en stundum geta foreldrarnir ekki hugsað um börnin sín. Inna er 38 ára kona í Úkraínu og móðir tveggja barna sem þurftu að fara í umsjá fósturfjölskyldu í SOS barnaþorpinu Brovary. Á meðan var Inna í neyslu fíkniefna og sat í fangelsi en hún sneri blaðinu við og endurheimti börnin sín eftir þriggja ára aðskilnað.

Sjálf var Inna alin upp í fátækt og afskiptaleysi og upp úr tvítugu sótti hún huggun í fíkniefnin. Hún flutti inn til þáverandi kærasta síns og eignaðist fljótlega soninn Kirill. „Fyrstu ár hans voru mjög erfið. Við elskuðum hann en kunnum hreinlega ekki að vera foreldrar.“ segir Inna.

Í fangelsi

Tveimur árum síðar eignaðist Inna dótturina Mylönu sem var kornung þegar Inna var handtekin og fékk fangelsisdóm. Börnunum var þá komið fyrir hjá SOS fósturforeldrunum í barnaþorpinu þar sem Mylana var fljót að aðlagast en Kirill átti mjög erfitt uppdráttar.

Saknaði mömmu

Munurinn á Kirill og Mylenu var að hann mundi eftir móður sinni og saknaði hennar en Mylena var það ung að hún tók ekki eins mikið eftir breytingunum. Kirill lenti upp á kant við hin fósturbörnin á heimilinu og samband hans við litlu systur sína var stirt. Hún átti það til að herma eftir hegðun stóra bróður sem lét það fara í skapið á sér og sló hana reglulega. Já, lífið er ekki alltaf dans á rósum í þorpunum en þá er unnið að lausnum og Kirill fór að hitta barnasálfræðing reglulega.

Ukraine_CV-Kyiv_Katerina-Ilievska_291.jpg

Sneri blaðinu við

Inna tók sig á innan veggja fengelsins, fór í meðferð, lærði skósmíði og var sleppt fyrr út vegna fyrirmyndarframkomu. Hún flutti til bróður síns og fékk vinnu í skósmiðju. Fljótt fór hún að heimsækja börnin sín í SOS barnaþorpið og var það sem við mannainn mælt, heimsóknir hennar höfðu einstaklega jákvæð áhrif á Kirill og Mylönu.

SOS bauð Innu á námskeið í foreldrahlutverkinu sem hún kláraði með stæl. Eftir margra mánaða heimsóknir og jákvætt mat félagsmálayfirvalda kom loks að því að Kirill og Mylana sneru aftur til móður sinnar í júní í sumar. Mæðginin voru sameinuð á ný. „Þetta var tilfinningaþrungin stund. Í þrjú ár leið mér eins og ég væri ekki til en nún finn ég það loksins að þau eru börnin mín.“ segir Inna titrandi röddu og hún tárast af gleðihugsuninni.

Fær áfram hjálp hjá SOS

Inna nýtur enn aðstoðar SOS Barnaþorpanna og er komin í fjölskyldueflinguna. Mylena gengur enn í SOS leikskólanna enda ekki ráðlegt að breyta of miklu í hennar umhverfi. Með aðstoð SOS hefur Inna sett sér það markmið að kaupa saumavél svo hún geti unnið að heiman og aflað sér tekna fyrir eigin húsnæði.

„Hún sneri lífi sínu við vegna barnanna. Nú er ekkert sem stöðvar hana.“ segir ráðgjafi Innu hjá barnaþorpinu.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Viljir þú styrkja barn í tilteknu landi, t.d. í Króatíu, skrifar þú einfaldlega „Króatía" í dálkinn fyrir athugasemdir.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði