SOS sögur 25.janúar 2017

Ekki nóg að vera endurskoðandi

Joyce ólst upp í SOS Barnaþorpinu í Mzuzu í Malaví. Hún er í dag 22 ára og þykir ein helsta fyrirmynd ungu barnanna í þorpinu enda náð miklum árangri.

Joyce kom í SOS Barnaþorpið árið 2002, þá ellefu ára. Fljótlega kom í ljós að hún hafði ekki farið í skóla áður og þurfti því að byrja í fyrsta bekk. Hún sýndi þó strax mikinn áhuga á náminu og stóð sig afar vel. Joyce var ekki lengi að vinna sig upp um bekk og ná jafnöldum sínum. Sem unglingur þótti hún afburðarnemandi og þegar kom að því að sækja um háskólanám, fékk Joyce styrk til þess að stunda nám við Wartburg háskólann í Iowa í Bandaríkjunum.

Í dag starfar Joyce hjá Deloitte í Malaví sem starfsnemi í endurskoðun og mun innan tíðar verða fullgildur endurskoðandi. „Ég hef starfað hér síðan árið 2014 og líkar mjög vel,“ segir Joyce. „Ég er í rauninni að lifa drauminn.“

Joyce er afar þakklát fyrir uppeldið í SOS Barnaþorpinu. „Ég hef alltaf getað reitt mig á mömmu, bræður mína og systur. Þau hafa stutt mig í gegnum lífið og haft óbilandi trú á mér,“ segir hún. Nú ætla ég að mennta mig meira en ég stefni á meistaranám í viðskiptafræði. Það er ekki nóg að vera bara endurskoðandi, segir hún og hlær.“

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Viljir þú styrkja barn í tilteknu landi, t.d. í Króatíu, skrifar þú einfaldlega „Króatía" í dálkinn fyrir athugasemdir.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði