SOS sögur 14.janúar 2022

Ekki alltaf auðvelt að vera SOS-mamma

Ekki alltaf auðvelt að vera SOS-mamma

Það er hægt að hjálpa öðrum á marga vegu. Á hverjum degi er fólk um allan heim sem leggur sitt af mörkum til að hjálpa yfirgefnum og berskjölduðum börnum. Ein af þeim er Emebet, SOS-móðir í barnaþorpi í Eþíópíu.

„Það er ekki alltaf auðvelt að vera SOS-mamma. Stundum finnst mér eins og ég hafi brugðist og þá verð ég mjög leið. Þegar mér líður þannig tala ég alltaf við uppkomna dóttur mína. Hún er mér góð áminning um af hverju ég valdi að gerast SOS-móðir og af hverju börnin þarfnast mín."

Emebet er 45 ára SOS-móðir í barnaþorpi í Addis Ababa í Eþíópíu þar sem hún býr með tíu yndislegum börnum. „Ég ákvað að gerast SOS-móðir því ég finn til ábyrgðar gagnvart börnum sem voru berskjölduð gagnvart raunveruleika sem þau völdu sér ekki sjálf," segir Emebet.

Ég finn til ábyrgðar gagnvart börnum sem voru berskjölduð gagnvart raunveruleika sem þau völdu sér ekki sjálf. Emebet

Að tala við barn í áfalli

„Börnin eiga öll að baki sína sögu og sín á áföll. Þau þurfa stuðning á ýmsa vegu og það er ekki alltaf auðvelt að eiga samtöl við þau um slíkt," bætir Emebet við. Börnin hafa sum hver mátt þola ómannúðlega meðferð áður en þeim er bjargað í barnaþorp.

„Stundum þegar nýtt barn kemur á heimilið, sérstaklega börn sem hafa aldur til að skilja hvað hefur komið fyrir þau, þá vilja þau ekki borða, tala eða fara í sturtu. Ég sest því bara hjá þeim og hugga þau, faðma þau og kyssi eða leik við þau. Að faðma og tala rólega við barn hefur róandi áhrif á það."

Fær þjálfun í að verða SOS-móðir

Emebet segir að barnið skilji það á endanum að hún er ekki komin til að vinna því mein eins og það þekkti jafnvel úr fyrra umhverfi. Börn sem hafa mátt þola mikið ofbeldi geta verið erfið viðureignar, t.d. í formi þrjósku. Þau vilja ekki leyfa neinum að koma nálægt sér og eiga erfitt með að treysta. Þetta þekkir Emebet mjög vel enda hlaut hún þjálfun í umhyggju og uppeldi áður en hún gerðist SOS-móðir, líkt og allar SOS-mæður gera hjá SOS. „Þjálfunin sem ég fékk hjálpar mikið. Án þjálfunarinnar hefði ég ekki vitað hvað ég á að gera.

Emebet ásamt einum af gullmolunum sínum í barnaþorpinu. Emebet ásamt einum af gullmolunum sínum í barnaþorpinu.

Fara að spyrja út í blóðforeldra um 7 ára aldur

Eitt finnst Emebet þó alltaf jafn erfitt en það er um sjö ára aldurinn þegar börnin fara að spyrja um blóðforeldra sína. Oft er það þannig að ekkert er vitað um bakgrunn barnanna og Emebet finnst erfiðast að svara þeim. „Þá fæ ég faglega aðstoð hjá ráðgjafa til að geta átt slík samtöl enda geta þau verið mjög persónubundin."

Við erum ein stór fjölskylda. Emebet

Hefur alið upp 13 börn

Emebet hefur alið upp 13 börn á átta árum og gefið þeim ást og umhyggju. Það hefur ekki alltaf verið auðvelt en það hefur verið þess virði. Emebet á tvær dætur sem hún eignaðist sjálf, 27 og 14 ára, og þær eru afar nánar SOS-systkinum sínum sín í barnaþorpinu.

„Þau yngstu hlakka alltaf mikið til þegar líffræðilegu dætur mínar koma í heimsókn," segir Emebet stolt. „Við erum ein stór fjölskylda."

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði