SOS sögur 14.október 2015

„Ekkert barn á þetta skilið“

Eftirfarandi frásögn er skrifuð af starfsmanni SOS Barnaþorpanna sem staðsettur er í neyðarbúðum SOS í Serbíu. Mikill fjöldi flóttafólks kemur yfir landamærin til Serbíu þessa dagana en á tuttugu mínútna fresti koma rútur frá Króatíu.Þegar komið er til Serbíu halda sumir strax í átt að næstu landamærum á meðan aðrir stoppa um stund í neyðarbúðum SOS sem sinna neyðaraðstoð við landamærin. Þar er hægt að hvíla sig, fá mat, vatn og aðrar nauðsynjar.

Ég rek augun í unga konu sem er með lítið barn í burðarpoka framan á sér. Hún reynir að taka hýðið af banana en hendur hennar skjálfa svo mikið að það gengur erfiðlega. Barnið grætur og því sveiflar konan sér frá hægri til vinstri í von um að hugga það.

Ég labba í átt að henni og útskýri að ég sé starfsmaður SOS og spyr hvernig hún hafi það.

Unga konan andvarpar og brosir svo til mín. „Þetta er Marita. Hún er þrettán mánaða en við komum frá Damaskus í Sýrlandi. Við erum hér með bróður mínum,“ segir hún.

Hendur konunnar skjálfa enn og ég spyr hvort hana vanti eitthvað. „Nei þetta er allt í lagi, ég fékk hreinlætispakka frá ykkur þegar ég kom fyrst yfir landamærin.“

Ég sé á ungu konunni að líðan hennar er ekki góð og spyr því hvort það sé ekkert fleira. Hún horfir á mig og tárin byrja skyndilega að streyma niður kinnarnar. „Ég fann blóð í stólnum hennar Maritu fyrir nokkrum dögum. Hún hefur ekki kúkað í marga daga. Ég fór í apótek á leiðinni hingað og var ráðlagt af starfsfólkinu þar að gefa henni svona hægðarlosandi lyf,“ segir hún og tekur upp stóra flösku. „Ég hef ekki enn þorað að gefa henni.“

Ég segi ungu konunni að það sé læknir á vegum SOS í neyðartjaldi rétt hjá og spyr hvort hún vilji ekki koma þangað. Hún þiggur það með þökkum.

Á leiðinni í tjaldið spyr ég hversu lengi hún hefur verið á ferðinni. „Of lengi,“ segir hún og tárin halda áfram að streyma. „Ég veit það ekki, kannski mánuð. Pabbi Maritu er enn í Damaskus en við höfðum ekki efni á að fara öll. Vonandi nær hann að safna pening fyrir fari. Allt okkar líf í Sýrlandi er horfið, húsið, bíllinn og foreldrar okkar.“

Við komum að tjaldinu. Starfsfólkið sér litlu stúlkuna og segir okkur að koma fram fyrir röðina. Á móti okkur tekur eldri maður sem kynnir sig sem lækni. Hann geiflar sig framan í Maritu sem brosir.

tpa-picture-76055.JPGMóðir Maritu segir lækninum það sama og okkur. Maðurinn lítur á hægðalyfið og hrósar henni fyrir að hafa ekki gefið Maritu lyfið þar sem það væri fyrir fullorðna. „Hún væri mikið veikari ef hún hefði innbyrt þetta. Hvað hefur hún verið að borða?“ spyr hann.

„Í Sýrlandi bjó ég til mauk úr tómötum og alls kyns ávöxtum. Nú er hún aðallega að borða svona mauk og þurrmjólk,“ útskýrir unga konan og tekur upp pakkningar.

„Hún þarf að fá meira vatn,“ segir læknirinn og skrifar niður leiðbeiningar. Þá nær hann í nokkrar krukkur af barnamat og réttir ungu konunni. „Gefðu henni þetta en bættu við vatni. Þá batnar henni fljótt. Á meðan þú ert mamma hennar er hún í afar góðum höndum.“

Unga konan þakkar lækninum fyrir og er greinilega létt. „Það var gott að heyra þetta,“ segir hún og brosir. „Nú getum við haldið ferðinni áfram en mig langar að komast til Svíþjóðar. Frændi minn býr þar og ég vonast til að geta fengið vinnu fljótlega en ég er menntaður kennari.“

Ég tek utan um hana og segist vera viss um að hún eigi eftir að kenna aftur. Svo kemur maðurinn þinn fljótlega líka. Marita þarf nú að eignast systkini, er það ekki?“. Hún lítur á mig sorgmædd á svip. „Nei ég ætla ekki að eignast fleiri börn. Ég get ekki gert þeim það. Ég er með mikið samviskubit yfir því sem Marita hefur þurft að ganga í gegnum. Ekkert barn á þetta skilið,“ segir unga konan áður en hún vinkar okkur og heldur förinni áfram.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði