SOS sögur 19.janúar 2016

"Ég vona að hann sé ekki dáinn"

Amr er tíu ára drengur frá Madaya í Sýrlandi, en bærinn er á valdi sýrlenskra uppreisnarmanna og stjórnarherinn situr um bæinn. Engin matvæli eða hjálpargögn bárust til Madaya í hálft ár og hungursneyð hefur ríkt í bænum.

Amr og móðir hans komust úr bænum fyrir sex mánuðum. Þau heyrðu fréttir af því að hjálparsamtök hefðu loksins fengið aðgang að bænum og var fjölskyldan mætt við starfstöðvar SOS Barnaþorpanna til að fylgjast með. Amr bað einn starfsmann SOS um að taka sig með í bílinn. „Má ég koma með ykkur svo ég geti hitt til bróður minn?“ spurði hann. „Hann er 26 ára gamall og varð eftir ásamt fjölskyldu sinni í Madaya. Ég vona að hann sé ekki dáinn eins og sumt fólk í bænum,“ sagði drengurinn.

IMG_0604.JPGMóðir Amr táraðist. „Ég held ég myndi ekki einu sinni þekkja hann í sjón. Hvernig eigum við að geta borðað þegar við vitum af þeim þarna inni? Ég byrja að gráta í hvert sinn sem ég borða því þá hugsa ég um þau. Og nú er kominn vetur og ég get ekki ímyndað mér hvað litlu barnabörnin mín hafa þurft að þola,“ sagði hún.

Amr, móðir hans og systir voru í bænum í þrjá mánuði eftir að umsátrið hófst. Systir Amr, Nadia, er ellefu ára og var hún sú eina sem gat náð í mat fyrir fjölskylduna þar sem hún er mjög fljót að hlaupa. „Nadia fór í mjög hættulegar ferðir fyrir okkur,“ sagði móðir systkinanna. Hún hljóp í klukkutíma yfir fjöll og í gegnum skóga og kom yfirleitt til baka með eitt kíló af sykri og hrísgrjónum. Mér fannst hræðilegt að senda hana í þessar ferðir en vissi að það væri eini möguleiki okkar til að halda lífi.“

„Ferðirnar voru mjög erfiðar," sagði Nadia. „Ég var mjög fegin þegar við gátum farið úr bænum en ég hugsa mikið um stóra bróðir minn. Mig langar að sækja mat handa honum og fjölskyldu hans. Ég vona líka að við fáum að sjá hann fljótlega.“

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði