SOS sögur 2.júní 2020

Drengurinn sem enginn vildi eiga

Drengurinn sem enginn vildi eiga

Þegar börn eru yfirgefin og umkomulaus skortir þau ekki aðeins umhyggju og handleiðslu í lífinu. Þau geta líka farið á mis við að rækta hæfileika sína og mannkosti. Litlu munaði að það yrðu örlög Och, 14 ára stráks í SOS barnaþorpinu í Ulaanbaatar í Mongólíu.

Drengurinn sem enginn vildi

Och hafði gengið í gegnum miklar raunir þegar hann flutti loks í barnaþorpið. Blóðmóðir hans var fíkill og yfirgaf hann þegar hann var tveggja mánaða og faðir hans hafði engan áhuga á að ala drenginn upp. Och var því komið fyrir hjá ömmu sinni og afa sem bjuggu við hrörlegar aðstæður og eftir andlát þeirra skömmu síðar var drengurinn enn á ný án umönnunar.

Eini eftirlifandi ættinginn til að líta eftir Och var frænka hans sem hafði upp á móður drengsins og flutti hann aftur til hennar. Það entist þó ekki lengi því móðirin seldi heimilið sitt og yfirgaf ungan son sinn aftur. Och flutti þá til frænku sinnar en eiginmaður hennar beitti drenginn daglega andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Nýtt líf í barnaþorpi

Sem betur fer tóku þessar raunir drengsins loksins enda og flutti hann í barnaþorpið þegar hann var kominn á tíunda aldursár. Þar hann fékk loksins þá umhyggju sem hann á skilið að fá. Hann eignaðist umhyggjusama SOS móður og SOS-systkini og gat sótt skóla, aukakennslu, námskeið og ýmsar frístundir. Och er vinalegur að eðlisfari og það hjálpaði honum að aðlagast fljótt nýjum aðstæðum og hann fór loksins að dafna vel.

Heillaður af körfubolta

Och eignaðist fljótt vini í barnaþorpinu og dag einn fékk einn þeirra hann með til að spila körfubolta. Och varð yfir sig hrifinn af þeirri íþrótt og hefur frá þeim degi eytt öllum sínum frítíma á körfuboltavellinum. SOS móðirin veitti þessum mikla körfuboltaáhuga fljótt athygli og gaf Och körfuboltaskó í 10 ára afmælisgjöf.

Valinn besti leikmaðurinn

Och er 14 ára í dag, umhyggjusamur, kraftmikill og geislar af sjálfstrausti í barnaþorpinu þar sem hæfileikar hans í körfubolta hafa fengið að blómstra. Hann tekur framförum á hverjum degi og er farinn að spila með skólaliðinu sem hefur fjölda móta. Och vinnur nú hvern verðlaunapeninginn á fætur öðrum og nýlega var hann valinn besti leikmaður liðsins.

Snýst allt um tækifærin

Það gjörbreytti lífi Och að flytja í barnaþorpið. Fyrir aðeins fimm árum bjó þessi litli drengur við hörmungaraðstæður og framtíðin virtist allt annað en björt. En þegar börn fá umhyggju, ást og tækifæri getur allt gerst eins og Och hefur sýnt okkur. Þetta er bara hægt vegna styrktaraðila SOS Barnaþorpanna.

Sjö Íslendingar eru barnaþorpsvinir og styrktarforeldrar barna í SOS barnaþorpinu í Ulaanbaatar í Mongólíu. Takk fyrir stuðninginn.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði