SOS sögur 6.september 2017

Dagurinn sem heimurinn hrundi

Sunnudaginn 13. ágúst fóru systkinin Francis og Samuel með frænda sínum, John, í kirkju eins og þau gerðu á hverjum sunnudagsmorgni í Freetown í Síerra Leóne. Eftir messuna fór þau með frænda sínum að sinna erindum og áður en þau vissu af var dagurinn senn á enda. Systkinin spurðu frænda sinn hvort þau mættu gista og fara heim daginn eftir, sem hann samþykkti. Um nóttina rigndi stanslaust en það var þriðja nóttin í röð sem það gerðist. „Um morguninn fékk ég símtal að aurskriða hafi fallið og hús systur minnar hafi lent í henni, “ segir John en systir hans er móðir Francis og Samuels. „Líkin hafa ekki fundist en báðir foreldrarnir voru heima ásamt þremur systkinum Francis og Samuels.

Nú er tæpur mánuður liðinn frá hamförunum og talið er að 800 manns hafi látist.  

IMG_1853.JPGJohn leitaði til ættingja barnanna en enginn var í stöðu til að sjá um þau. „Ég er bara 19 ára og er mjög fátækur, ég get ekki heldur séð fyrir þeim,“ segir hann. Að endingu skráði John systkinin sem munaðarleysingja eftir aurskriðuna hjá yfirvöldum í Síerra Leóne. Átta dögum eftir hamfarirnar var ákveðið að Francis og Samuel myndu eignast nýtt heimili í SOS Barnaþorpi.

Adama Fofana er SOS móðir systkinanna en fyrir voru sjö önnur börn á heimilinu, þar af fjögur sem misstu foreldra sína úr ebólu fyrir nokkrum árum „Ég heyrði um aurskriðuna í sjónvarpinu og svo nokkrum dögum síðar voru þau komin,“ segir Adama. Hún segir börnin vera að aðlagast smám saman en þó sé þetta mjög erfiður tími fyrir þau. „Francis á sérstaklega erfitt. Hún sagði ekki eitt orð fyrstu dagana, neitaði að tala. Ég reyni mitt allra besta, gef þeim ást og umhyggju og leyfi þeim að syrgja,“ segir Adama að lokum.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði