SOS sögur 31.október 2023

Dagur í lífi SOS-barns

Dagur í lífi SOS-barns

Nani er 11 ára og var fyrsta barnið sem flutti inn í SOS barnaþorpið í Blantyre í Malaví eftir að það var tekið í notkun árið 2007. Hún var aðeins eins og hálfs mánaðar gömul þegar móðir hennar lést og hún varð foreldralaus. Hún á SOS-mömmuna Nellie (43 ára), fjóra SOS-bræður og tvær SOS-systur.

Nani finnst skemmtilegast að leika sér, teikna og læra og hún ætlar að verða endurskoðandi þegar hún verður fullorðin. Við fengum að fylgjast með sunnudegi einum í lífi Nani.

Sunnudagur hjá Nani

08:00 Sunnudagur. Nani vaknar eftir að hafa sofið út eins og hún gerir um helgar. Hún býr um rúmið sitt og leggur dúkkurnar sínar tvær á koddann. Nani deilir herbergi með SOS-systrum sínum tveimur.

08:20 Næst burstar Nani tennurnar. Spegillinn á baðherberginu er illa farinn og óskýr. Nani segir að SOS mamma hennar, Nellie, ætli að láta laga spegilinn svo hún geti séð sig betur í honum.

08:25 SOS mamman Nellie eldaði hafragraut. Nani fær sér sæti hjá SOS-fjölskyldunni sinni við matarborðið. „Við borðum alltaf hafragraut á sunnudögum. Hann er svo ljúffengur. Okkur liggur ekkert á að kára að borða því ekkert af okkur fer í skólann í dag. Við höfum góðan tíma til að borða, tala og hlæja,“ segir Nani.

09:30 Nani tekur þátt í uppvaskinu og skúrar svo gólfið.

10:30 Nelli dýrkar að greiða hárið á Nani. Hún er með lengsta hárið af systrunum þremur. „Þetta er prinsessan mín,“ segir Nellie á meðan hún setur kórónu á Nani og mæðgurnar skellihlæja.

SOS mamma Nani setur kórónu á stelpuna sína, Nani. SOS mamma Nani setur kórónu á stelpuna sína, Nani.

11:00 Tími til að spila. Nani og fjölskyldan sest saman við borðið og spilar á spil. „Ég skil ekkert í þessu spili en ég tek samt þátt bara upp á gamanið og njóta samvista með fjölskyldunni,“ segir Nani.

12:30 Nani er komin í eldhúsið að hreinsa spíntalauf fyrir hádegismatinn. „Bróðir minn sker þau í bita. Ég kann að sjóða grænmeti.“ Í hádegismatinn er kjúklingur, hrísgrjón og grænmeti.

14:20 Nani fer inn í herbergið sitt og dvelur þar um stund, horfir út um gluggann og byrjar svo að teikna. „Teikning er bara áhugamálið mitt. Draumur minn er að verða endurskoðandi þegar ég verð stór,“ segir Nani.

15:00 Eftir að nokkrar teikningar fer Nani út í garð með stelpunum að dansa í takt við malavíska tónlist. „Ég elska að dansa. Það gerir mig svo hamingjusama.“

15:45 Stelpurnar eru ennþá fullar af orku og fara nú í netabolta og sippuleiki.

Stelpurnar eru ennþá fullar af orku síðdegis og fara í netabolta og sippuleiki. Stelpurnar eru ennþá fullar af orku síðdegis og fara í netabolta og sippuleiki.

17:00 Það er komið að heimalærdómnum. Nani sest við skrifborðið í herberginu og opnar skólabækurnar. Nellie mamma er til aðstoðar.

18:00 Síðasta húsverk dagsins er að fara niður að vatnsbrunni og fylla fötur af vatni til að fara með heim í hús. Stelpurnar bera vatnsföturnar á höfðinu. Nani fer svo snemma í háttinn því hún ætlar að hafa næga orku fyrir nýja skólaviku.

Nani fær sér sæti hjá SOS-fjölskyldunni sinni við matarborðið um morguninn. Nani fær sér sæti hjá SOS-fjölskyldunni sinni við matarborðið um morguninn.
SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði