SOS sögur 19.maí 2016

Chifundo er innblástur fyrir fjölskyldu sína

Uppvaxtarár Chifundo Dinnes, 22 ára, voru svipuð margra annarra íbúa í bænum Chikwawa í Ngabu, Malaví, þar sem framfærslukostnaður er mun hærri en tekjur fólks.  Því lærði Chifundo snemma að vinna og sjá sér og fjölskyldu sinni farborða.  Með aðstoð SOS Barnaþorpanna hefur hann nú stofnað smáfyrirtæki sem sérhæfir sig í pípulagningarverkefnum og öðrum iðnaði til að afla tekna fyrir fjölskyldu sína. Chifundo er mikill innblástur fyrir fjölskyldu sína og gefur þeim von um að líf þeirra haldi áfram að þróast til hins betra.

Chifundo er elsti sonur George og Idu Dinnes. Foreldrarnir gátu áður fyrr ekki séð fyrir börnunum þeirra sjö vegna fjárhagsvandamála. Þegar að fjölskyldan hafði samband við SOS Barnaþorpin árið 2012 var Chifundo 17 ára og yngsta systkini hans aðeins nokkurra mánaða gamalt.  

„Við reiddum okkur á föður okkar sem sá fyrir okkur með tímabundnum pípulagningaverkefnum. Þessi verkefni voru óstöðug vegna þess að þetta er ekki reglubundin vinna og hann þurfti ávallt að bíða í nokkurn tíma eftir að fá borgað fyrir vinnuna. Það var mjög erfitt fyrir okkur að mæta grunnþörfum fjölskyldunnar vegna þess að tekjur af vinnu föður míns voru einfaldlega of lágar til að sjá fyrir okkur,“ segir Chifundo.

SOS Barnaþorpin kynntu fjölskyldunni fyrir ýmsum leiðum til að auka tekjur hennar með það að markmiði að styrkja fjölskylduna og  gera þeim kleift að búa áfram saman. Fyrsta markmið SOS var að fá að minnsta kosti einn fjölskyldumeðlim í verknám svo viðkomandi gæti stofnað smáfyrirtæki og létt á fjárhagserfiðleikunum.

Það var þess vegna sem að Chifundo, þá 18 ára, skráði sig í rafsuðu- og samsetningarnámskeið. Þegar hann kláraði námið fékk hann suðuvél til að nýta í nýju viðskiptin. Hann byrjaði á að taka að sér lítil pípulagningaverkefni og endaði með sína eigin verslun sem að hann meira að segja rekur með hagnaði.

Chifundo segir að nú hafi hann tök á að aðstoða við innkaup fjölskyldunnar og kaupa sín eigin föt. „Fjölskyldan okkar borðar nú þrisvar á dag ólíkt því sem var áður en SOS Barnaþorpin aðstoðuðu mig,“ segir Chifundo.

Chifundo hefur náð þessum árangri þrátt fyrir mikla þurrka og lágt framboð af matvælum í Malaví. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi í landinu vegna þessa og matvæli eru nú í auknum mæli innflutt frá nágrannalöndum sem veldur hækkun í verði á nauðsynjavörum.

„Faðir minn og ættingjar telja mig nú vera þann sem lætur hluti gerast og þau virða mig. Í framtíðinni langar mig til að stækka við mig, sækja um lán til að kaupa aðra suðuvél og ráða aðstoðarmann,“ segir Chifundo. Draumur hans er að gera enn betur og eiga stórt fyrirtæki sem gefur öðrum í samfélaginu atvinnutækifæri. 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði