SOS sögur 9.nóvember 2016

Börn frá Barnaþorpinu í Juba eru örugg og ánægð - SOS Barnaþorpin leita að auka húsnæði

Fjórum mánuðum eftir að rýma þurfti Barnaþorpið í Juba, Suður Súdan, vegna átaka er lífið aftur komið í nokkuð eðlilegt horf fyrir börnin og ungmennin úr þorpinu sem búa nú í leiguhúsnæði í borginni. Börnin ganga í skóla og hafa fengið föt og aðrar nauðsynjar. Nú deila 100 börn og ungmenni tveimur húsum.

„Ástandið í Juba er kyrrt þessa stundina og fjölskyldur og börn eru ánægð og róleg,“ segir verkefnastjóri SOS í Suður Súdan. „Það er lítið pláss fyrir fjölskyldurnar í samanburði við þorpið en við erum núna í einum af öruggustum hlutum Juba og fjölskyldurnar hafa fengið föt, lyf og matarbirgðir.“

Skipuleggja byggingu á nýju Barnaþorpi

SOS Barnaþorpin eru nú að leita að landi fyrir nýtt Barnaþorp ef ekki verður mögulegt að snúa aftur til þorpsins sem var rýmt í átökunum í júlí síðastliðinn. Gamla Barnaþorpið varð fyrir miklum skemmdum í átökunum og sem stendur er svæðið sem þorpið er á ekki öruggt. Þó er möguleiki að nýta byggingarefni og birgðir úr gamla þorpinu til að byggja nýtt þorp á nýjum stað.

Neyðaraðstoð

Eftir að rýma þurfti þorpið í júlí hafa SOS í Suður Súdan veitt börnum, SOS-mæðrum og öðrum umönnunaraðilum sálræna aðstoð. SOS hafa einnig hjálpað  berskjölduðum börnum í Juba við að snúa aftur í skóla og boðið hefur verið upp á ýmis námskeið fyrir almenning í Juba. Drykkjarvatni hefur verið dreift til fjölskyldna og verið er að skipuleggja fleiri verkefni, til dæmis barnvænt svæði og sálrænan stuðning fyrir íbúa Juba. Einnig mun SOS aðstoða börn sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar við að finna þær á ný.

 

Átökin í Juba í júlí síðastliðinn komu í kjölfarið á alþjóðlegum áformum um að binda endi á átök milli andstæðra stjórnmálafylkinga í landinu. Þúsundir flýja nú heimili sín daglega og áframhaldandi óvissa hefur seinkað dreifingu matvæla og annarra nauðsynja. 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði