SOS sögur 27.júní 2016

Bona ætlar sér stóra hluti í fótbolta

Bona var fæddur í Kampong Thorn fylki í norður Kambódíu. Hann fæddist inn í afar fátæka fjölskyldu og átti erfiða barnæsku áður en hann fékk inngöngu í SOS Barnaþorpið í Phnom Penh við sjö ára aldur, þar sem hann fékk umönnun og menntun í hæsta gæðaflokki.

Þökk sé SOS Barnaþorpunum lifir Bona nú góðu lífi og hefur fengið tækifæri til að rækta hæfileika sína og áhugamál. Bona hefur áhuga á ýmsum íþróttum en fótboltinn hefur alltaf haft yfirhöndina og hann er nú þegar orðinn bráðgóður í íþróttinni.

Bona segir áhuga sinn á íþróttinni hafa kviknað þegar hann sá önnur börn spila. Hann fékk mjög fljótt áhuga á að spila sjálfur og fylgist að auki stíft með fótboltakeppnum í sjónvarpinu. Bona segir að það hafi verið mikilvægt fyrir hann að hætta að láta sig dreyma um íþróttina og byrja að spila sjálfur til að ná góðum árangri. Hann fékk því vini sína sem einnig höfðu áhuga á íþróttinni til að búa til fótboltalið og byrja að spila. „Það var mjög fyndið að spila með þeim sem kunnu ekki almennilega reglurnar. Þetta var ansi mikil óreiða en allir skemmtu sér vel“, útskýrir Bona og hlær. Vinirnir eyddu flestum frístundum sínum í fótboltaæfingar.

Bona fékk inngöngu í menntaskóla þar sem hann gekk í fótboltalið skólans. Þar fékk hann loks að spila á alvöru fótboltavelli með atvinnuþjálfara. Síðan hann hóf að æfa skipulega hefur hann náð mjög góðum árangri. Honum finnst frábært að draumar hans um að spila fótbolta séu orðnir að veruleika.

Auk þess að fá að æfa fótbolta hefur Bona eignast marga nýja vini síðan hann byrjaði í menntaskólanum. Hann notar frítíma sinn í að deila fótboltareynslu sinni og -tækni með öðrum börnum til að vekja upp áhuga hjá þeim.

Bona er mikill aðdáandi hins argentínska Lionel Messi sem spilar með FC Barselóna.

 

*Nafni hefur verið breytt vegna persónuverndar

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði