SOS sögur 28.apríl 2016

Bjó ein í skóginum

Hanna verður 14 ára á þessu ári. Hún og systir hennar (9 ára) voru teknar inn í SOS fjölskyldu í Ondangwa í Namibíu árið 2012. Síðan þá hafa systurnar blómstrað vegna þess að þær eiga yndislega SOS-móður, þær fá nægan mat og fá að stunda nám. Áður voru þær ekki í skóla og fengu ekki nægan mat.

Hanna og Elísabet* bjuggu með ömmu sinni í nokkur ár eftir að báðir foreldrar þeirra dóu. Amma systranna gat alls ekki mætt þörfum þeirra og heilsa þeirra fór stöðugt versnandi.

Um tíma stunduðu systurnar nám og Hönnu gekk sérstaklega vel. Þær hættu svo að mæta vegna erfiðleika heima fyrir og þegar starfsfólk skólans fór að spyrjast fyrir um þær systur þá fundust þær hvergi. Að lokum fannst Hanna úti í skógi þar sem hún nærðist á villtum ávöxtum. Elísabet fannst ekki.

Yfirvöld voru látin vita. Upphófst nú mikil leit að Elísabetu og ömmunni og fundust þær á óskráðum vínveitingastað. Yfirvöld ákváðu þá að systurnar tvær skyldu flytjast í SOS Barnaþorp. Voru þær teknar inn í fjölskyldu SOS-móðurinnar Móniku.

Fyrsta verk SOS-móðurinnar var að setja systurnar í leikskóla. Hanna þurfti að hefja sitt ná upp á nýtt í forskóla þar sem gamli skólinn hennar gat ekki staðfest að hún hefði lokið neinu námi. Hún gat þó skrifað nafnið sitt og kunni að telja. „Ég vissi að þetta yrði erfitt fyrir hana en jafnframt að þetta væri það besta fyrir hana,“ segir SOS-móðirin.

Hönnu fannst óþægilegt að vera elst í forskólanum. Hún var líka hávaxnari en bekkjarfélagarnir. „Mamma uppörvaði mig og sagði að aldur skipti engu máli. Aðalatriðið væri að gera sitt besta,“ segir Hanna. Hún útskrifaðist úr forskóla og hóf nám í fyrsta bekk. Hún kláraði fyrsta bekk og svo annan og þriðja bekk.

Hönnu langar að læra að fljúga flugvél þegar hún verður stór. Hún er nú í fjórða bekk og er mjög samviskusöm.

„Þrátt fyrir þá erfiðleika sem hún hefur mætt á stuttri ævi þá held ég að dag einn verði Hanna leiðtogi í samfélaginu. Hún er ótrúlega einbeitt og umhyggjusöm ung kona,“ segir Monika SOS-móðir Hönnu að lokum.

Þú getur gerst styrktarforeldri foreldralauss barns hér.

 

*Ekki þeirra réttu nöfn.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Viljir þú styrkja barn í tilteknu landi, t.d. í Króatíu, skrifar þú einfaldlega „Króatía" í dálkinn fyrir athugasemdir.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði