SOS sögur 9.janúar 2017

Bjó á götunni með níu börn

 Agnes er 37 ára gömul ekkja frá Mwanza í Tansaníu. Hún eignaðist níu börn með eiginmanni sínum en þegar hann dó sat hún eftir atvinnulaus og í erfiðleikum með að fá vinnu.

Foreldrar Agnesar voru fátækir bændur og sendu börnin sín ekki í skóla. Agnes fór því ekki einu sinni í leikskóla. „Foreldrar mínir neyddu mig svo í hjónaband þegar ég var unglingur. Þess vegna lærði ég aldrei að lesa eða skrifa,“ segir Agnes.

Martröðin hófst þegar eiginmaður hennar lést. Hún fékk hvergi vinnu og gat því ekki mætt grunnþörfum barna sinna. Þau fengu eina máltíð á dag, stundum enga, og ekkert barnanna fór í skóla. Að lokum ráku fyrrverandi tengdaforeldrar hennar fjölskylduna úr húsi sínu þar sem þau sögðu Agnesi hafa myrt eiginmann sinn.

Þá lá leiðin út á götu þar sem Agnes og börnin gerðust betlarar. Þannig fengu þau smá pening fyrir mat til að halda sér á lífi.

Eftir nokkra mánuði á götunni hitti Agnes félagsráðgjafa SOS Barnaþorpanna í Tansaníu. Eftir fyrsta fund var ákveðið að fjölskyldan fengi aðstoð frá Fjölskyldueflingu SOS.  Börnin voru send í skóla og fengu öll nauðsynleg gögn ásamt skólabúningum. Þá fékk fjölskyldan daglega mataraðstoð, bólusetningar og aðra heilbrigðisaðstoð. Agnesi var boðið á ýmis námskeið á vegum SOS sem hún þáði. Hún fór meðal annars á fjármálanámskeið þar sem hún lærði að reka lítið fyrirtæki. Hún bjó til viðskiptaáætlun í samráði við SOS og fékk örlán frá samtökunum til að hefja rekstur. Hún notaði fjármunina til að opna litla fiskbúð og jók þannig tekjur fjölskyldunnar mikið.

Agnes hefur vakið mikla athygli fyrir áhugasemi og mikinn árangur í verkefninu. Reksturinn gengur vel og hún hefur keypt lóð þar sem ætlunin er að byggja hús fyrir fjölskylduna. Hún ásamt elstu börnunum ætla að hjálpast að við að byggja húsið.

„Ég vildi óska að fyrrverandi tengdaforeldrar mínir gætu séð mig núna,“ segir Agnes ánægð. „Ég hef gengið í gegnum ýmislegt á ævinni en núna er ég virkilega hamingjusöm. Börnin mín hafa líka aldrei verið ánægðari,“ segir hún.

Agnes er þakklát fyrir stuðninginn frá Fjölskyldueflingu SOS. „Ég veit ekki hvar við værum án SOS. Samtökin hafa gefið mér og börnunum nýtt tækifæri. Við ætlum sko að standa okkur vel,“ segir hún að lokum.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði