SOS sögur 21.júní 2017

Betlaði með blindri móður sinni

Alem var níu ára þegar fjölskylduefling SOS fengu vitneskju um hann. Þá hafði hann aldrei farið í skóla og líf hann var búið að vera eins í mörg ár. Á hverjum degi leiddi hann blinda móður sína á götur Harar í austurhluta Eþíópíu. Þar sátu þau bæði með skál í hendi og betluðu. Seint á kvöldin leiddi hann móður sína aftur til baka með nokkra aura í farteskinu sem mæðginin keyptu mat fyrir.

„Þegar ég sat þarna á götunni sá ég krakka með skólatöskur. Mig langaði svo mikið að fara í skóla en vissi að það var ekki hægt,“ segir Alem sem í dag er orðinn þrettán ára.

Einn daginn var starfsmaður SOS á gangi í borginni og rakst á Alem þar sem hann sat og betlaði. Við nánari athugun komu aðstæður drengsins í ljós. „Alem er fluggáfaður strákur en móðir hans vildi ekki að hann færi í skóla,“ segir Bizunesh Sintayehu, yfirmaður Fjölskyldueflingar SOS í landinu. „Án Alem gat hún ekki keypt mat. Við þurfum að hafa mikið fyrir því að sannfæra hana um að skólinn væri góður kostur,“ segir hún.

Alem fékk skólabúning og öll þau námsgögn sem hann þurfti. Þar sem hann kunni hvorki að lesa né skrifa þurfti hann að byrja í elsta bekk í SOS leikskólanum í Harar. Alem náði góðum tökum á námsefninu og fór fljótlega upp í fyrsta bekk í SOS grunnskólanum. Í dag er hann þrettán ára, í fjórða bekk og fær yfirleitt bestu einkunnirnar í bekknum.

„Ég hugsaði oft um skólann þegar ég var að betla,“ segir Alem. Þannig að þegar tækifærið loksins kom, lagði ég hart að mér. Menntun er mjög mikilvæg og því les ég mikið og æfi mig heima. Ég mun nýta menntunina til að byggja mér upp framtíð og sjá fyrir fjölskyldunni.“

„Mig langar að verða læknir. Mig langar að hjálpa öðru fólki svo því líði betur. Og sérstaklega börnum sem fá ekki tækifæri til að líða vel.“

Þrátt fyrir að aðstæður Alem sé skárri núna en áður er þó margt óráðið. Fyrir stuttu síðan fór móðir hans til höfuðborgarinnar til að vinna svo núna býr Alem með ömmu sinni í litlu moldarhúsi. Amma hans er öldruð og fótbrotnaði og því hefur Alem þurfti að elda mat og sinna fleiri verkum. Þau fá þó mánaðarlegan styrk frá SOS sem heldur þeim uppi. Þó svo að líf Alem sé í óvissu núna og óvíst hvað tekur næst við heldur hann áfram að mæta í skólann og fær stuðning frá Fjölskyldueflingu SOS.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði