SOS sögur 12.apríl 2019

Báðir foreldrarnir í fangelsi

Carmen og eiginmaður hennar afplána 10 ára fangelsisdóm í Perú fyrir eiturlyfjasmygl. Carmen losnar úr fangelsinu eftir tvö ár en maðurinn hennar eftir fjögur ár. Þau eiga saman tvö börn, dótturina Constanza 5 ára og soninn Mario 7 ára.

ÉG VIL VERÐA SOS STYRKTARFORELDRI

Costanza bjó í SOS barnaþorpinu í Ayacucho sl. 2 ár eftir að hafa alist upp fyrst um sinn í fangelsinu með móður sinni. Mario flutti til ömmu sinnar og afa í fyrra og er Costanza nýflutt til þeirra úr barnaþorpinu.

Samvinna SOS og fangelsinsPeru CVAyacucho 0019.jpg

Eitt af hverjum fjórum börnum í barnaþorpinu í Ayacucho á foreldra í fangelsi og þarf því á umönnun að halda sem SOS útvegar. Þetta er eina verkefnið sinnar tegundar í Suður Ameríku. SOS Barnaþorpin og fangelsið í Ayacucho hafa verið í samstarfi frá árinu 2010. SOS tekur að sér umönnunarlaus börn foreldra sem sitja í fangelsinu, skipuleggur heimsóknir barnanna þangað og samverustundir með foreldrunum.

„Fáir foreldrar taka verkefnið eins alvarlega og Carmen og maðurinn hennar. Þau leggja sig virkilega fram við velferð barna sinna og senda meira að segja pening fyrir aukaútgjöldum. Nokkuð sem fáir geta gert.“ segir félagsráðgjafi hjá SOS.

9 Íslendingar eru styrktarforeldrar barna í þorpinu.

Algengt vandamál á svæðinu

70% kókaínframleiðslu Perú er á Ayacucho svæðinu og láta margir freistast til að taka þátt í smygli til annarra landshluta. Svona hafa fjölmörg börn misst foreldraumsjá á svæðinu. Viðurlög við þátttöku í slíku smygli eru á bilinu þriggja til 25 ára fangelsi og í mörgum tilfellum eru bæði móðirin og faðirinn handtekin. Eftir standa börnin umönnunarlaus og framtíð þeirra óljós.

ÉG VIL VERÐA SOS STYRKTARFORELDRI

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði