SOS sögur 21.desember 2016

Átta mánaða og yfirgefinn

Í landi þar sem fátækt er mikil og þúsundir deyja úr alnæmi á ári, virðist það vera dauðadómur fyrir ungt barn þegar það er yfirgefið af foreldrum. Adam var bara átta mánaða gamall þegar móðir hans yfirgaf hann á heilsugæslu í Vestur-Keníu. Það eru sorgleg örlög að vera yfirgefinn á slíkan hátt en Adam var heppinn. Hann fékk nýtt heimili í SOS Barnaþorpinu í Eldoret í Kenía og er í dag fjögurra ára, hamingjusamur drengur.

Móðir Adams hafði verið með drenginn á heilsugæslustöð og bað starfsmann um að halda á honum á meðan hún leitaði að leigubíl. Móðir Adams kom aldrei aftur en síðan eru liðin þrjú ár.

Í fyrstu var Adam með aðsetur í herbergi á heilsugæslunni sem hann deildi með nokkrum öðrum börnum. Hann grét mikið og svaf lítið á næturnar. Þá var hann var stöðugt kvefaður og með augnsýkingar.

Forstöðufólk heilsugæslunnar létu SOS Barnaþorpin vita af Adam litla og nokkrum vikum síðar var hann kominn með nýtt heimili í barnaþorpinu í Eldoret. SOS móðir hans tók vel á móti honum en Adam þurfti mikla umhyggju fyrst um sinn. Hann svaf lítið á næturnar og þurfti mikið á famlögum að halda. „Hann saknaði greinilega móður sinnar,“ segir SOS móðir Adams.

Í dag líður Adam vel í SOS fjölskyldunni sinni en ásamt SOS móður á hann nokkur SOS systkini. Hann er mikill prakkari og finnst skemmtilegt að klifra í trjám og hlaupa um.

Adam er í SOS leikskólanum. „Hann hefur breyst mikið síðan hann byrjaði fyrst í leikskólanum. Hann var mjög feiminn en er í dag opinn og glaðvær,“ segir kennarinn hans Adams. „Adam á marga vini í leikskólanum en besti vinur hans heitir Peter og býr líka í barnaþorpinu. Félagarnir sjást oftar en ekki á fótboltavellinum eða í rólunum.“

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði