SOS sögur 16.janúar 2017

„Áskorun að taka á móti nýjum börnum“

Furat Altelawi hefur verið SOS móðir í SOS Barnaþorpinu í Damaskus í Sýrlandi í tíu ár. Á þeim árum hefur hún alið upp fimmtán börn en er nú með níu börn í sinni umsjá, það yngsta fjögurra ára en það elsta þrettán.

En hvað varð til þess að hún gerðist SOS móðir?

Ég sá auglýsingu í blaðinu þar sem auglýst var eftir SOS mæðrum. Ég sótti um og fékk starf í þorpinu sem SOS frænka (aðstoðarkona SOS móður).

Þegar ég var búin að starfa í þorpinu í níu mánuði hætti ég. Mér fannst starfið of krefjandi á þeim tíma. Þremur árum síðar heimsótti ég þorpið og þegar ég nálgaðist hliðið að þorpinu fór ég að gráta. Þá áttaði ég mig á hversu mikið ég saknaði barnanna og allra sem tengdust SOS. Ég ákvað því að gerast SOS móðir á ný og nú eru liðin tíu ár.

 Hverjar eru mestu áskoranirnar þegar kemur að því að vera SOS móðir?

Það er erfitt þegar nýtt barn kemur í fjölskylduna. Það er mikil áskorun að öðlast trausts barnsins. Fyrstu dagar barnanna á nýju heimili eru erfiðir, bæði fyrir þau og okkur mæðurnar. Þá þarf ég að vera þolinmóð og gera allt í mínu valdi til að láta barninu líða vel.

Hver er hápunktur dagsins hjá þér? Getur þú lýst fyrir okkur venjulegum degi í þorpinu?

Hápunktur dagsins er klárlega þegar að börnin eru búin í skóla og leikskóla og ég fæ tíma til að leika og tala við þau. Oft verða umræðurnar á stofugólfinu ansi heimspekilegar og oft þarf ég að hafa mig alla við til að leyna brosinu. Ég óska þess að áhyggjur þeirra verði alltaf jafn einfaldar og þær eru núna.

Yfirleitt vakna ég snemma og kem börnunum í skóla. Þegar ég kem aftur heim þarf að þrífa húsið og svo reyni ég líka að elda áður en börnin koma heim. Þegar þau svo koma, byrjar fjörið. Þá líður mér stundum eins og kolkrabba með tíu hendur sem reynir að gera allt fyrir ungana sína. Seinnipart dags nýtum við til að klára heimavinnu, fara í göngutúr eða heimsóknir.

Sum barnanna þinna hafa eflaust upplifað margt á stuttri ævi. Hvernig hjálparðu þeim að aðlagast?

Börn sem hafa upplifað slæma hluta þurfa fyrst og fremst á stöðugleika að halda, og mikilli ást. Í síðasta mánuði tók ég á móti litlum dreng inn í fjölskylduna. Hann var afar leiður og hræddur og talaði ekki við neinn fyrstu tvo dagana. Ég þurfti að fara rólega að honum. Ég byrjaði á því að breiða sængina yfir hann fyrir nóttina og segja honum að ég ætlaði að hugsa um hann það sem eftir væri. Fljótlega var hann farinn að bíða eftir kossi á ennið áður en hann sofnaði. Hann þurfti að finna að mér þætti vænt um hann og væri ekki á förum.

 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði