SOS sögur 11.ágúst 2016

Árangur er lykilatriði hjá Liz í Perú

Klukkan er aðeins 7 að morgni en Liz* er nú þegar mætt í skólastofuna í Háskólanum San Ignacio de Loyola. Hún verður að mæta tímanlega á hverjum degi og fá góðar einkunnir til að halda skólastyrk sínum sem hún fær frá yfirvöldum í Perú. Fyrir styrkinn fær hún tækifæri á námi, fæði og húsnæði.

„Herbergið sem þú leigir verður að vera nálægt háskólanum og þú mátt ekki vinna. Til að fá styrkinn verður þú að hafa alla athygli á náminu,“ segir hin 18 ára Liz.

Liz hefur ekki alltaf verið svona reglusöm, en þegar hún kom til SOS Barnaþorpsins í Pachacamac, Perú, þá sex ára gömul, hafði hún verið yfirgefin af móður sinni og búið á munaðarleysingjahæli við slæm lífsskilyrði. „Þegar Liz kom til mín var hún vannærð, máttvana og hafði enga mannasiði,“ segir Eli, SOS-móðir Liz.

Mercuria Espinoza, eða Eli frænka eins og hún er oftast kölluð, er lykilmanneskja í lífi Liz. „Ef einhver spyr mig hver Eli er segi ég að hún sé mamma mín.“ Liz segist hafa lært um mikilvægi menntunar af Eli. „Ég þurfti alltaf að læra heima og Eli hvatti mig ávalt áfram.“ Liz lærði einnig á fjármál hjá Eli með því að sitja hjá henni þegar hún fór yfir fjármál fjölskyldunnar. Nú þarf Liz að sjá um sín eigin fjármál og því kemur þessi reynsla til góða.

Næstu fimm ár mun Liz stunda nám í fyrirtækjastjórnun og um leið læra að standa á eigin fótum. „Þegar þú ert barn og gerir eitthvað rangt er mamma alltaf þarna til að leiðrétta og laga. En nú er mamma ekki hér en ég hugsa alltaf til hennar þegar ég þarf að uppfylla skyldur mínar,“ segir Liz.

Áður en Liz fór í háskólann bjó hún á ungmennaheimili SOS í tvo mánuði. Hugmyndin með ungmennaheimilum er að aðstoða ungt fólk við að hefja sjálfstætt líf. Juan Carlos, ráðgjafi ungmenna, segir Liz hafa þroskast mikið á þessum stutta tíma, sem meðal annars má sjá á styrkveitingunni sem hún fékk.

Liz fær enn aðstoð frá SOS Barnaþorpunum og Juan Carlos fylgist vel með andlegum og félagslegum þroska Liz. „Við vonumst til að hún finni stað á vinnumarkaði eftir nám og geti séð fyrir sér. Það er okkar markmið.“ Liz er einnig í góðu sambandi við SOS-fjölskylduna sína og heimsækir hana helst allar helgar. Hún saknar heimilis síns mikið.

Þrátt fyrir mikinn söknuð er Liz þó tilbúin til að standa á eigin fótum og hefur nú þegar metnaðarfulla framtíðaráætlun. Eftir útskrift ætlar hún að byrja að vinna og hefja rekstur á eigin fyrirtæki. Þegar hún hefur náð fjárhagslegu sjálfstæði ætlar hún að fara aftur í háskóla til að læra lögfræði.

„Markmiðið er að verða saksóknari. Mér finnst rannsóknir áhugaverðar, það að vita hver hefur rétt fyrir sér og hver er saklaus, og mig langar til að binda enda á misrétti í heiminum,“ segir Liz, sem er ánægð með hlutskipti sín í lífinu.

 

*Nafni hefur verið breytt vegna persónuverndar.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Viljir þú styrkja barn í tilteknu landi, t.d. í Króatíu, skrifar þú einfaldlega „Króatía" í dálkinn fyrir athugasemdir.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði