SOS sögur 1.september 2016

Alvarleikinn víkur fyrir einlægu brosi hjá SOS Barnaþorpinu í Rio

Með andlitið hulið undir marglitri derhúfu nýtur hinn 13 ára Dudu sólarinnar og flýgur flugdreka með vinum sínum og SOS-bræðrum á grasfleti SOS Barnaþorpsins í Rio de Janeiro. Hver sá sem sæi hann í þessum aðstæðum ætti erfitt með að ímynda sér þá erfiðleika sem Dudu hefur mátt þola yfir ævina.

Dudu var settur á fósturheimili í fyrsta skipti árið 2004, áður en hann náði eins árs aldri, vegna þess að fjölskylda hans hafði ekki tök á að sjá um hann. Hann snéri aftur til blóðfjölskyldu sinnar stuttu seinna, en þegar hann var sex ára gat hann ekki verið þar lengur. Eftir það fluttist hann milli ýmissa heimila og var sagður erfiður í hegðun. Hann reyndi oft að flýja heimili sín og sinnti ekki skóla.

Dudu kom til SOS Barnaþorpsins í Rio í september árið 2015, eftir að munaðarleysingjahælinu sem hann bjó á áður var lokað. Í byrjun var hann afar varkár. „Á hverjum degi sagði hann að hann vildi ekki vera hérna, að hann myndi fara burt og að við gætum ekki stoppað hann. En ég talaði við hann, sagði honum að ég yrði leið ef hann færi vegna þess að ég elskaði hann og vildi að hann væri hjá okkur“, segir Tína, SOS-móðir Dudu.

Umbreytingin

Hægt en örugglega hófu aðstæður að breytast. Drengurinn sem áður vildi ekki leyfa neinum að koma nálægt sér tekur nú á móti kossum og faðmlögum frá öllum. Alvarlegi svipurinn sem áður fyllti andlit hans hefur nú vikið fyrir einlægu brosi.

Dudu er einnig orðinn glaðvær og fullur af leik. Hann gengur nú í skóla, nýtur lærdómsins og fær góðar einkunnir. Hann tekur virkan þátt í lífinu í nýja heimilinu sínu í Barnaþorpinu og æfir jiu-jitsu. Hann hefur að auki gaman af námskeiðunum sem haldin eru í Samfélagsmiðstöð SOS, sem er í boði fyrir öll börn sem koma úr viðkvæmum aðstæðum.

Það er í samfélagsmiðstöðinni sem Dudu stundar listnám, tekur námskeið í menningu og matreiðslu og eignast vini. Ásamt bestu vinum sínum spilar hann fótbolta, hlustar á tónlist og flýgur flugdrekum sem þeir vinirnir bjuggu til í einu af námskeiðunum.

Kyndilberinn

Dudu öðlaðist óvænta frægð eftir að Brasilíski dómstóllinn sem sér um barnavelferð valdi hann til að halda á Ólympíukyndlinum, táknmynd stærsta íþróttaviðburðar heims. „Þegar dómarinn tók eftir því hversu mikið honum hafði farið fram eftir stuttan tíma með okkur gat hann varla trúað því,“ segir Hamilton Vaz, forstöðumaður Barnaþorpsins sem Dudu býr í. „Dudu er góður strákur með gott hjarta. Hann þurfti bara athygli, umhyggju og öryggi, og það gátum við veitt honum.“

Með stolti talar Dudu um að bera Ólympíukyndilinn. „Ég var ekki stressaður eða hræddur um að detta. Þarna var ég tákn fyrir mörg börn og það var afar mikilvægt,“ útskýrir hann.

Samkvæmt SOS-móðurinni Tínu plantaði þátttakan í Ólympíuleikunum fræi í hjarta hans og gaf honum tiltrú um að það er hægt að láta sig dreyma. „Kannski einn daginn getur hann orðið íþróttamaður og farið á Ólympíuleikana“, segir hún „Mig langar mest til að vera fótboltamaður fyrir Barselóna“, svarar Dudu. 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði