SOS sögur 8.desember 2015

Allir sofa nú í eigin rúmi

SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna Fjölskyldueflingu SOS í Gíneu-Bissá. Verkefnið hefur staðið yfir í þrjú ár og á þeim tíma hefur náðst mjög góður árangur. 400 börn og einstæðir forráðamenn þeirra eru í verkefninu og er meirihluti fjölskyldnanna á góðri leið með að verða fjárhagslega sjálfstæður.

Thema er skjólstæðingur verkefnisins. Hún hefur aldrei haft mikið á milli handanna en það hefur ekki aftrað henni frá því að gefa börnum ást og umhyggju. Þegar eiginmaður hennar var á lífi tóku þau hjónin að sér fjögur munaðarlaus börn en fyrir áttu þau tvö börn.

Fyrir nokkrum árum lést eiginmaður Themu en fjölskyldan bjó þá í litlu herbergi þar sem leigan var mjög há. Thema sá fyrir börnunum sex með því að baka brauð og selja. Hún var á þeim tíma afar heilsulítil en gerði þó sitt besta og gat þannig borgað leigu. Hins vegar var ekki mikið eftir fyrir mat og því borðaði fjölskyldan bara einu sinni á dag, oftast brauð eða hrísgrjón. Aðeins eitt rúm var í húsinu þar sem öll börnin sváfu en Thema svaf á gólfinu. Þá var ekkert barnanna í skóla og fjölskyldan hafði ekki efni á heilbrigðisaðstoð.

SOS Barnaþorpin fengu ábendingu um aðstæður fjölskyldunnar sem kom inn í fjölskyldueflingarverkefni samtakanna í lok árs 2013 og hefur líf hennar breyst verulega til hins betra síðan þá. Thema fékk örlán til að hefja rekstur sem hefur gengið vel en hún selur ennþá bakað brauð og hefur viðskiptavinunum fjölgað til muna síðustu tvö ár. Með auknum fjármunum eru brauðin orðin fjölbreyttari en einnig selur Thema egg (sem hænurnar hennar verpa), djús og kjötrétti sem hún eldar. Hún borgar sjálf skólagjöld barna sinna sem borða nú þrjár máltíðir á dag. Þá er hún flutt í tveggja herbergja leiguíbúð þar sem allir fjölskyldumeðlimir sofa í eigin rúmi. Börnin þrífast vel og eru hamingjusöm en allt stefnir í það að fjölskyldan verði fjárhagslega sjálfstæð innan árs.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði