SOS sögur 6.júlí 2017

Alex eignast fjölskyldu

Alex hleypur í burtu frá tveimur bræðrum sínum sem eru að æfa sig í karate og til eldri systur sinnar, Bellu. Hún hlær og rótar í hárinu á honum. Alex er fjögurra ára og er nýkominn í SOS Barnaþorpið í Port Elizabeth í Suður-Afríku.

SOS móðir hans, María, kallar á Alex og biður hann um að koma í bað. Hún talar ensku við hann en hann svarar á tungumálinu isiXhosa.

„Hann er núna farinn að skilja mig þegar ég tala ensku og er líka aðeins farin að kunna nokkur orð á tungumálinu zulu. Við tölum þrjú tungumál á heimilinu (zulu, isiXhosa og ensku) og hann verður enga stund að læra þau öll,“ segir María.

FBC1.jpgAlex er orkumikill drengur. „Ég þarf að vekja hann síðast á morgnanna því hann tefur systkini sín og hleypir þeim ekki í skólann,“ segir María hlæjandi og rifjar upp þegar Alex kom fyrst í þorpið. „Hann var fjögurra ára og kunni ekki að klæða sig. Það var eitt það fyrsta sem ég kenndi honum. Við tengdumst strax og það er í raun ótrúlegt hvað þetta hefur gengið vel miðað við hversu erfið fjögur ár hann á að baki.“

Alex fór á milli staða í fjögur ár. „Það var enginn sem vildi halda honum. Móðir hans hafði engan áhuga á honum og gerði allt það sem ekki átti að gera. Bara ef hún hefði gefið hann til ættleiðingar strax eftir fæðingu, það hefði verið betra. Þá hefði hann mögulega fengið fjölskyldu strax. En við erum ótrúlega þakklát fyrir að vera komin með hann til okkar núna,“ segir María.

Alex er byrjaður í leikskóla og gengur vel þar þrátt fyrir smá tungumálaörðuleika. „Hann er auðvitað á eftir hinum krökkunum þegar kemur að félags- og málþroska en ég hef engar áhyggjur af honum. Hann er svo duglegur og getur allt sem hann ætlar sér,“ segir María að lokum um son sinn. 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði