SOS sögur 10.apríl 2020

Áður sundruð en nú sameinuð á ný

Líf tvíburanna Fadu* og Seidu* og fjögurra systkina þeirra breyttist skyndilega þegar móðir þeirra dó. Systkinin sex – tvíburar, yngri bróðir og þriggja mánaða gamlir þríburar – gátu ekki lengur búið saman því tekjur pabba þeirra nægðu ekki til að halda þeim öllum uppi. Hann kom því þríburunum (tveimur stelpum og einum strák) fyrir á munaðarleysingjaheimili og leitaði aðstoðar hjá ættingjum með hin börnin.

Barnaþrælkun og mansal

Fadu og Seidu fóru til eldri frænku sinnar í Accra, höfuðborg Gana. En í stað þess að hún færi með þau í skólann vakti Systkinadagurinn_Elstu þrír.jpghún þau eldsnemma á morgnana og sendi þau í barnaþrælkun á byggingasvæði. Tvíburarnir fengu engan tíma til að leika sér eða hlæja. Þeim leið aldrei vel og þá verkjaði í líkamann undan þungum steinunum sem þeir þurftu að bera allan daginn.

Yngri bróðir þeirra, Ekuwa* var sjö ára gamall. Hann var seldur mansali af öðrum ættingja til Fílabeinsstrandarinnar. Þar átti hann að vinna á bóndabæ. Barnaþrælkun og mansal eru mikið vandamál sem tengjast rótgróinni menningu í Gana.

Bjargað af pabba

„Við fengum ekki að fara í skólann og okkur leið ekki vel,“ segir Fadu. „Okkur langaði að fara aftur til pabba svo hann gæti farið með okkur í skólann. Ég kunni símanúmerið hjá pabba, svo dag einn, þegar frænka sá ekki til, tók ég símann hennar og hringdi í hann.“ Fadu vissi ekki hvar þau voru stödd, svo hann lýsti fyrir pabba sínum því sem hann sá í kringum sig.

Systkinadagurinn_þríburarnir.jpgTvíburarnir höfðu ekki eingöngu misst af mikilvægri skólagöngu sinni, þeir höfðu einnig þurft að alast upp án þess að geta ræktað sambandið við systkini sín.

Pabbinn sótti börnin sín og leitaði svo aðstoðar hjá kirkju á svæðinu sem á í samstarfi við SOS Barnaþorpin í Gana. Tvíburarnir og þríburasystkini þeirra, sem nú voru orðin tveggja ára, voru sameinuð í SOS barnaþorpi í Tema í nóvember árið 2018.

Eignuðust SOS mömmu í barnaþorpi

Í hverri fjölskyldu er SOS móðir sem hefur hlotið tveggja ára þjálfun í hlutverki sínu. Hún býr með börnunum sem móðir þeirra og veitir þeim þann stöðugleika, ást og umhyggju sem börn þarfnast. Fadu og Seidu búa hjá SOS mömmu sinni, Patience Owusu.

Í þessu umhverfi fengu systkinin að vera börn aftur. Þau fengu að fara í skólann og leika sér. Og þau fengu þann stuðning Systkinadagurinn_allir.jpgsem þau þurftu til að njóta æskunnar með systkinum sínum.

Sameinuð á ný

Í mars 2019 fengu systkinin svo stórkostlegar fréttir. Bróður þeirra, Ekuwa, hafði verið bjargað frá Fílabeinsströndinni og hann bættist í systkinahópinn í Patience fjölskyldunni. Allt er gott sem endar vel og nú fá systkinin að alast upp saman á ástríku heimili hjá SOS mömmu sinni.

 

*Nöfnum systkinanna hefur verið breytt vegna persónuverndar.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði