SOS sögur 6.júní 2016

Abdullah heldur einn upp á Ramadan

Þegar föstumánuðurinn Ramadan hefst munu múslimar um heim allan forðast mat, drykk og fleira frá sólsetri til sólarlags. Hinn tólf ára gamli Abdullah frá SOS Barnaþorpinu í Inhambane, Mósambík, er sá eini í SOS-fjölskyldunni sinni sem mun fasta í tilefni af Ramadan. Hann er eini músliminn í fjölskyldunni sinni en fær fullan stuðning frá SOS-móður sinni og systkinum.  

 „En skrítinn hattur“

Á höfðinu ber Abdullah það sem kallast fez eða confio.  Þegar hann kom fyrst til barnaþorpsins í Inhambane fékk höfuðfat hans mikla athygli frá öðrum börnum í þorpinu.

„Þau spurðu mig vingjarnlega hvers vegna ég væri með þennan skrítna hatt og ég útskýrði fyrir þeim að ég gæti ekki beðið bænir og stundað trú mína án þess að vera með hann.  Það spyr mig enginn út í trúna lengur,“ segir hann.

SOS-móðir hans og systkini eru kristinnar trúar líkt og meirihluti Mósambíkana, en þó vantar ekki stuðninginn frá heimilinu:

„Ég kaupi Halal kjöt fyrir alla fjölskylduna svo að Abdullah finnist hann ekki vera öðruvísi en hinir. Hann fær að biðja bænir í moskunni í borginni og þegar Ramadan gengur í garð og hann vill fasta þá er það alveg sjálfsagt,“ segir SOS-móðirin Isabel.  Henni þykir mikilvægt fyrir þroska barna að trúarlegur bakgrunnur þeirra sé virtur.

Abdullah lærir

Svona vinna SOS Barnaþorpin með trúarbrögð

SOS Barnaþorpin aðstoða börn þar sem þörfin er mest  óháð þjóðerni, menningu og trúarbrögðum. Börn í barnaþorpum eru venjulega alin upp í trú líffræðilegra foreldra sinna eða í þeirri trú sem algengust er á svæðinu. Reynt er af fremsta megni að ala börnin upp í SOS-fjölskyldu þar sem allir tilheyra sömu trú svo að börnin hafi tækifæri til að læra siði og venjur trúar sinnar.

Í mörgum löndum eru trúarbrögð mikilvægur hluti af daglegu lífi, og ef SOS-börn eru alin upp án trúar í þeim tilfellum geta þau orðið útundan í samfélaginu.

Börnin eru aldrei neydd til þess að stunda trú, og þau ákveða sig sjálf í samvinnu við SOS-foreldri hvort þau vilji taka þátt í trúarlegum athöfnum.

SOS Barnaþorp getur auðveldlega haft mörg trúarbrögð innanborðs. Til dæmis eru bæði gyðingar og múslímar í barnaþorpunum í Ísrael og Palestínu, og í Srí Lanka búa kristnir, hindúar, múslímar og búddistar saman.

Markmiðið er að börn geti verið stolt af uppruna sínum en einnig opin fyrir því sem er öðruvísi. Það er meðal annars þess vegna sem ekki er að finna bókstafstrú í SOS Barnaþorpum.

SOS Barnaþorpin byggja starf sitt á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í barnasáttmálanum segir að öll börn hafi rétt til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar.  

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði