SOS sögur 23.desember 2015

100% SOS ungmenna í Palestínu með vinnu

Oft hefur verið talað um að SOS fjölskyldur séu fjölskyldur til frambúðar og á máltækið einstaklega vel við í Palestínu.  Snemma á tíunda áratuginum var hópurinn SOS Alumni stofnaður en yfir 70 fyrrverandi SOS börn og ungmenni eru nú meðlimir.

Fyrstu árin voru meðlimir fáir og fundir óreglulegir en árið 2000 fjölgaði meðlimum og fundum ásamt því að stefna hópsins varð skýr; að aðstoða hvert annað.

Í dag aðstoðar hópurinn SOS ungmenni við ýmislegt, til dæmis atvinnuleit. Þetta gerir ungmennunum kleift að vera í góðu sambandi við önnur SOS ungmenni og SOS fjölskyldu sína og geta einnig leitað til hópsins ef upp koma vandamál. Þá hafa meðlimir hópsins verið duglegir við sjálfboðaliðastörf, bæði í SOS Barnaþorpunum og í öðrum verkefnum samtakanna, t.d. Fjölskyldueflingu.

„Þetta verkefni staðfestir það sem SOS snýst um. SOS börn tengjast böndum sem erfitt er að rjúfa. Þau eru systkini til eilífðar,“ segir Mohamed Shalaldeh, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Palestínu.

Majdi Maslmeh er afar stoltur meðlimur hópsins. „Ég flutti úr SOS Barnaþorpinu fyrir meira en tíu árum síðan en ég tengist samtökunum enn sterkum böndum. Með því að vera í hópnum Alumni get ég aðstoðað SOS ungmenni við að ná árangri í lífinu. Þetta er fjölskyldan mín og við styðjum hvert annað.“

Árangur hópsins er áþreifanlegur en nánast 100% ungmenna sem flutt hafa úr SOS Barnaþorpunum tveimur í Palestínu (Betlehem og Gaza) frá upphafi eru með fasta vinnu en um er að ræða yfir 200 ungmenni. 

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði