SOS sögur 26.ágúst 2020

Sjá fyrir börnum sínum með sjoppurekstri

Sjá fyrir börnum sínum með sjoppurekstri

Hanna er 29 ára einstæð tveggja barna móðir. Hún rekur ásamt tveimur öðrum húsmæðrum smásjoppu og salarnisaðstöðu á umferðarmiðstöð bæjarins Iteya í Eþíópíu þar sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna fjölskyldueflingu. SOS Barnaþorpin aðstoðuðu konurnar við að koma rekstrinum af stað.

Meginmarkmið með Fjölskyldueflingu SOS er að koma í veg fyrir aðskilnað barna og foreldra með því að hjálpa barnafjölskyldum í sárafátækt að standa á eigin fótum. Þegar foreldrarnir geta aflað tekna verða þeir færir um að sinna grunnþörfum barna sinna. Þetta hefur tekist einstaklega vel í verkefni okkar í Eþíópíu.

Umferðarmistöðin í Iteya Umferðarmistöðin í Iteya

Atvinnusköpun

Á verkefnissvæðinu, Tulu Moye, höfum við náð að bæta líf um 1600 manns í barnafjölskyldum með ýmsum hætti í bæjunum Iteya og Teromoye. Bærinn Iteya er staðsettur við fjölfarinn þjóðveg og á umferðarmiðstöðinni í bænum lagði SOS til skúr fyrir litla sjoppu sem þrjár konur, skjólstæðingar fjölskyldueflingarinnar, reka saman. Þær hafa líka umsjón með salernisaðstöðu sem SOS byggði og hafa þær tekjur af sölu á veitingum og gjaldtöku fyrir afnot af salerninu. Allt að 200 manns eiga leið um hjá þeim á hverjum degi.

Sjáðu myndbandið

Voru atvinnulausar

Hans Steinar, upplýsingafulltrúi SOS, fór í vettvangsferð til Eþíópíu í lok febrúar sl. og hitti þar m.a. Hönnu, einn af þremur rekstraraðilum sjoppunnar. „Við vorum allar atvinnulausar áður en SOS setti skúrinn upp og hóf framkvæmdir við salernisaðstöðuna. Við þénum alls um 500 Birr á dag (2000 ÍSK). Það dugir fyrir heimilisútgjöldum okkar og við getum lagt pening til hliðar,“ segir Hanna. Fátæktin þarna er svo mikil að allar fjárhæðir blikna í samanburði við það sem við þekkjum hér á Íslandi.

Afkoma tryggð

Þessi þjónusturekstur hefur einnig jákvæð áhrif á fleiri íbúa í bænum því hluti af tekjunum rennur í samfélagssjóð sem greitt er úr þegar fjölskyldur þurfa að brúa óvæntan kostnað. Um er að ræða íbúasamtök þar sem meðlimir greiða jafnt í svokallaðan öryggissjóð og á að tryggja barnafjölskyldunum tekjur þegar engin innkoma er í búið, t.d. ef húsmóðir er óvinnufær vegna barnsburðar, veikinda, fjölskyldumeðlimur fellur frá eða annarra óviðráðanlegra ástæðna.

Þakklát Íslendingum

Hanna er afar þakklát SOS fjölskylduvinum á Íslandi því vegna framlaga þeirra er svona mikilvægt verkefni mögulegt. „Ég á tvö börn og vinkonur mínar í rekstrinum eitt barn hvor. Síðan við byrjuðum að vinna í þessum rekstri eigum við loksins pening til að kaupa mat fyrir börnin og lífið er í raun að breytast til hins betra.“

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði