SOS sögur 15.september 2021

Frá vonleysi til vonar

Frá vonleysi til vonar

Hiwot er 41 árs einstæð húsmóðir í bænum Iteya í Eþíópíu sem gat ekki aflað nægra tekna til að framfleyta börnunum sínum. Staðan var svo slæm fyrir rúmum þremur árum að það virtist stefna í aðskilnað við börnin.

„Ég þénaði 700 Birr mánuði (2.000 krónur) á sama tíma og verðbólgan hækkaði stanslaust. Ég gat ekki lagt neitt til hliðar og þurfti að sinna erfiðisvinnu á nokkrum heimilum svo ég gæti gefið börnunum að borða. Þetta reyndi verulega á okkur," segir Hiwot sem átti þó fljótlega eftir að líta bjartari tíma.

Starfsfólk SOS fyrir utan skrifstofuna í Iteya. Starfsfólk SOS fyrir utan skrifstofuna í Iteya.

SOS Barnaþorpin á Íslandi voru um þetta leyti að setja á laggirnar fjölskyldueflingu í bænum og nágrenni hans, svokölluðu Tulle Moye svæði. Fjölskylduefling er þróunaraðstoð sem SOS Barnaþorpin starfrækja á 620 svæðum um heim allan. Verkefnið sem SOS á Íslandi fjármagnar er í Tullu Moye.

Þar hjálpum við 560 foreldrum og 1562 börnum þeirra að komast upp fyrir fátæktarmörk með því markmiði að þessar barnafjölskyldur geti staðið á eigin fótum. Þannig drögum við úr hættunni á aðskilnaði og eflum foreldrana svo þeir geti hugsað um börnin og þau stundað nám.

Ástandið lagðist mjög þungt á okkur og okkur fannst ekki lengur tilgangur með lífinu. Hiwot

Það var þá sem Hiwot fékk inngöngu í fjölskyldueflinguna og varð það vendipunktur í lífi fjölskyldunnar.

„Síðan ég gekk til liðs við fjölskyldueflinguna fékk ég þjálfun í meðferð peninga og uppeldishæfni og ég lærði líka á réttindi mín til heilbrigðisþjónustu. Þar að auki fékk ég fjárhagslegan stuðning til að hefja minn eigin rekstur til að tryggja afkomu og líka styrk fyrir fæði og skólastyrk fyrir börnin."

Hiwot tók að sér ýmis erfiðisstörf fyrir mörg heimili til að geta séð fyrir börnunum. Hiwot tók að sér ýmis erfiðisstörf fyrir mörg heimili til að geta séð fyrir börnunum.

Hiwot gekk líka til liðs við lítið lánasamfélag á svæðinu sem veitir henni möguleika á vaxtalausum lánum og aðild að samfélagslegum öryggissjóð til að mæta óvæntum útgjöldum. Með þessu móti gat hún bakað hinar hefðbundnum eþíópísku pönnukökur „injera" sem hún seldi við þjóðveginn. Í framhaldinu fór hún að baka og selja pönnukökur fyrir hótel sem keypti framleiðsluna af henni.

Ég gat meira að segja ráðist í framkvæmdir á heimilinu og keypt húsgögn. Þetta var alveg óhugsandi. Hiwot

Útskrifuð úr fjölskyldueflingunni

„Ég gat þá byrjað að spara pening og nú á ég 24 þúsund Birr (66 þúsund krónur) á reikningnum mínum. Ég gat meira að segja ráðist í framkvæmdir á heimilinu og keypt húsgögn. Þetta var alveg óhugsandi möguleiki fyrir fjölskylduna áður. Ég er í mikilli þakkarskuld við SOS Barnaþorpin," segir Hiwot sem útskrifaðist úr fjölskyldueflingunni nú á dögunum ásamt 50 öðrum fjölskyldum. Þetta eru fyrstu fjölskyldurnar sem útskrifast úr verkefninu síðan það hófst árið 2018.

Hiwot bakar nú injera pönnukökur sem hótel kaupir af henni og það tryggir henni tekjur. Hiwot bakar nú injera pönnukökur sem hótel kaupir af henni og það tryggir henni tekjur.

Núna þénar Hiwot 5.000 Birr á mánuði (14.000 kr.) og getur lagt til hliðar í sparnað og borgað í öryggissjóðinn. Hún getur séð fyrir grunnþörfum barnanna, gefið þeim nóg að borða og keypt fyrir þau skólabækur.

„Ég á varla til orð til að lýsa þakklæti mínu fyrir SOS Barnaþorpin sem hafa stutt mig svo ég geti verndað börnin mín. Ég trúi því að lífið mitt verði enn betra nú þegar ég hef útskrifast úr verkefninu. Nú get ég staðið á eigin fótum og verndað börnin mín og séð fyrir þeim. Takk SOS, enn og aftur," segir Hiwot að lokum og hamingjan geislar af henni.

SOS fjölskylduvinur

Gerast SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.

Mánaðarlegt framlag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr