Hvernig við hjálpum

Fjölskylduefling

SOS Barnaþorpin líta svo á að fjölskyldan sé mikils virði og best sé fyrir börn að alast upp með kynforeldrum sínum og systkinum.

Því miður neyðast þó fjölmargir foreldrar til að láta frá sér börn sín vegna erfiðra heimilisaðstæðna. Svar okkar við þeim vanda er fjölskyldueflingin. Fjölskyldueflingunni er haldið uppi af SOS fjölskylduvinum.

Lesa nánar
Barnaþorp

Í SOS Barnaþorpum fá munaðarlaus og yfirgefin börn staðgengil fyrir þá fjölskyldu sem þau hafa misst. SOS móðirin gegnir þar lykilhlutverki. Hún gengur börnunum í móðurstað og elur þau upp sem þau væru hennar eigin.

Lesa nánar
Ungmennaheimili

Á unglingsárunum undirbúum við okkur fyrir fullorðinsárin. Þá flytja SOS börnin gjarnan yfir á sérstök ungmennaheimili þar sem unglingarnir læra með aðstoð unglingaráðgjafa að reka sitt eigið heimili.

Lesa nánar
Leikskólar

Venjulega sækja börn frá SOS Barnaþorpunum nærliggjandi leikskóla. Í löndum og á svæðum þar sem leikskólar eru ekki fyrir hendi eða eru metnir ófullnægjandi hafa SOS Barnaþorpin hins vegar byggt sína eigin leikskóla. Þessir leikskólar eru opnir börnum frá SOS þorpunum sem og öðrum börnum úr nágrenni þorpanna.

Lesa nánar
Grunnskólar

Víða um heim þar sem skólaaðstaða er ófullnægjandi eða engin telst menntun til forréttinda en ekki grundvallar mannréttinda. SOS Barnaþorpin byggja því oft skóla í löndum utan Evrópu sem ekki eru aðeins opnir SOS börnunum heldur einnig börnunum í nágrenninu.

Lesa nánar
Verknámsskólar

SOS verknámsskólarnir eru mikilvægar einingar í því starfi sem unnið er með unglingum. Verknámsskólarnir veita unglingum frá SOS Barnaþorpunum auk annarra ungmenna úr nágrenninu raunhæfa möguleika á starfi þegar námi lýkur og stuðla þannig að sjálfstæði þeirra.

Lesa nánar
Samfélagsmiðstöðvar

Markmið SOS félagsmiðstöðva sem eru starfræktar út um allan heim er mismunandi eftir staðsetningu þeirra og velferðakerfis viðkomandi lands. Þeim er ætlað að hjálpa fátækum og illa stöddum fjölskyldum, sér í lagi konum og börnum, sem búa í námunda við SOS Barnaþorpin. Markmiðið er að hjálpa fjölskyldum að finna leiðir til að losna úr ánauð fátæktar og öðlast fjárhagslegt sjálfstæði.

Lesa nánar
Heilsugæslustöðvar

Fram til þessa hafa SOS Barnaþorpin sett upp um 73 heilsugæslustöðvar utan Evrópu í þeim tilgangi að hjálpa því fólki sem hefur lítinn eða engan aðgang að heilsugæsluaðstoð. Markmið SOS heilsugæslustöðvanna er að auka gæði heilsugæslunnar á hverju svæði, vinna að forvörnum með bólusetningum og fræðslu, draga úr ungbarnadauða, að fæða vannærð börn og veita skyndihjálp.

Lesa nánar
Neyðaraðstoð

SOS Barnaþorpin nýta þá þekkingu og reynslu sem þau hafa í hverju landi þegar veita þarf neyðaraðstoð. Samvinna við yfirvöld og önnur hjálparsamtök eins og Rauða krossinn, Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur einnig reynst vel og leitt til skilvirkari aðgerða.

Lesa nánar