Fréttayfirlit 27. maí 2019

Þénar mest 400 krónur á dag

Þénar mest 400 krónur á dag

Sadije er móðir þriggja barna í smábænum Iteya í Eþíópíu og býr hún ásamt þeim og eiginmanni sínum í um það bil tíu fermetra húsi. Fjölskyldan lifir við sárafátækt og er ein af þeim 566 fjölskyldum sem njóta aðstoðar SOS Barnaþorpanna á Íslandi í gegnum Fjölskyldueflingu SOS.

Áttum ekki fyrir mat

„Við áttum í rauninni ekkert til að lifa á áður en hjálpin barst frá ykkur. Það var engin fyrirvinna og við áttum ekki fyrir mat. Svo útveguðuð þið mér korn sem ég get selt á markaðnum og núna er ég að fá tekjur svo ég get gefið börnunum að borða,“ sagði Sadije í samtali við Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúa SOS sem heimsótti Iteya á dögunum.

400 krónur á dag

Sadije þénar sem nemur 400 krónum á „góðum degi“ af sölu á korni.  Í gegnum Fjölskyldueflinguna gat Sadije tekið lán á lágum vöxtum sem gerði henni kleift að kaupa meira korn til að selja á markaðnum. Nú þegar tekjur eru farnar að koma til heimilisins getur Sadije ekki aðeins brauðfætt fjölskylduna heldur líka sent börnin í skólann, sem hún hafði áður ekki efni á og hún sér fram á bjartari framtíð.

„Við sjáum von núna. Að hafa vinnu og innkomu lætur hlutina ganga upp. Við erum ykkur svo þakklát. Vonandi haldið þið áfram að hjálpa okkur.“

 Þegar okkur bar að garði lá tveggja mánaða gömul dóttir hennar á skítugri dýnu á gólfinu inni í 10 fermetra húsinu. Þegar okkur bar að garði lá tveggja mánaða gömul dóttir hennar á skítugri dýnu á gólfinu inni í 10 fermetra húsinu.

Barnafjölskyldur í sárafátækt

Fjölskylduefling SOS felst í að styðja barnafjölskyldur í sárafátækt til sjálfbærni, m.a. með bættri heilbrigðisþjónustu, stuðningi við menntun, uppeldisþjálfun, betra aðgengi að vatni, fjármálaráðgjöf og aðgengi að lánum á lágum vöxtum svo dæmi séu tekin. Lánin eru veitt fjölskyldunum til að efla eigin atvinnurekstur svo sem til kaupa á búnaði og hráefni til framleiðslu á matvöru til sölu.

Verkefni okkar í Eþíópíu hófst 1. janúar 2018 og stendur yfir í þrjú ár. Umræddar fjöskyldur eru í smábænum Iteya og þorpinu Tero Moye sem er í 20 km fjarlægð. Verkefnið er kennt við eldfjallið Tullumoye sem þýðir „Fjallsgígur“ á íslensku og er í nágrenni Tero Moye.

Nýlegar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út
28. nóv. 2024 Almennar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út

SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...