Mótframlag SOS við styrk Samfylkingarinnar
SOS Barnaþorpunum á Íslandi hefur borist erindi frá Samfylkingunni þess efnis að koma fjárstyrk að upphæð 1,6 milljónir króna til SOS Barnaþorpanna í Namibíu. Þar er margþætt neyð og hefur SOS á Íslandi ákveðið í framhaldinu að bæta sömu upphæð við styrkinn og senda því samtals 3,2 milljónir króna til SOS í Namibíu. Mótframlag SOS á Íslandi er fjármagnað með framlögum valkröfugreiðenda og rennur styrkurinn til Fjölskyldueflingar SOS í Ondangwa í norðurhluta landsins.
Styrkurinn hefur margföldunaráhrif
Fjölskylduefling SOS gengur út á að hjálpa barnafjölskyldum í sárafátækt og í umræddu verkefni eru 126 barnafjölskyldur sem í eru 440 börn, ungmenni og foreldrar. „Þetta eru víðtæk verkefni sem miða að því að forða börnum frá viðskilnaði við illa stadda foreldra sína sem er því miður algengur raunveruleiki hjá bágstöddum. Starfsfólk SOS með sérfræðiþekkingu aðstoðar þessar fjölskyldur á ýmsan uppbyggilegan hátt svo þær geti staðið á eigin fótum og séð fyrir börnunum. Það eru mikil margföldunaráhrif af þessum styrk í Namibíu og við viljum koma á framfæri þökkum fyrir hann,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi.
Akpena er 23 ára háskólanemi í Ondangwa. Þegar faðir hennar lést árið 1999 missti fjölskyldan fyrirvinnuna en komst á réttan kjöl með aðstoð fjölskyldueflingar SOS.
23 Íslendingar að styrkja börn og þorp í Namibíu
SOS Barnaþorpin voru stofnuð fyrir 70 árum og starfa í 136 löndum í dag. Samtökin hafa verið starfrækt í Namibíu síðan 1984 og útvegað þar umkomulausum börnum heimili í þremur barnaþorpum, SOS-fjölskyldur og mætt öllum grunnþörfum þeirra. 23 Íslendingar eru í dag barnaþorpsvinir og styrktarforeldrar barna í tveimur þessara þorpa.
39% Namibíumanna undir fátæktarmörkum
39% Namibíumanna eru skilgreind undir fátæktarmörkum og um 6 þúsund börn í landinu deyja árlega af völdum vannæringar. 2,5 milljónir manna búa í Namibíu og eru 13% þeirra HIV smitað fólk. Um 6,700 Namibíumanna deyja árlega úr sjúkdómnum og er það ein hæsta dánartíðni í heimi af völdum hans.
Nýlegar fréttir
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.
Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...