Fréttayfirlit 14. mars 2019

Fjölskylduefling SOS hjálpar hálfri milljón manna

Fjölskylduefling SOS hjálpar hálfri milljón manna

SOS-fjölskylduvinir fjármagna Fjölskyldueflingu SOS. Hún gengur út á að sárafátækar barnafjölskyldur í nágrenni SOS barnaþorpa fá aðstoð til sjálfshjálpar svo þær getið séð fyrir börnum sínum og mætt grunnþörfum þeirra.

Fjölgun hefur verið á Fjölskylduvinum SOS að undanförnu. Nærri 1400 Íslendingar styðja Fjölskyldueflinguna með því að greiða mánaðarlegat framlag að eigin vali frá 500 krónum upp úr. Smá upphæð á Íslandi er t.d. risastór upphæð í Eþíópíu þar sem eitt verkefna okkar er.

Þrjú verkefni SOS á Íslandi

SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna þrjú Fjölskyldueflingarverkefni, í Eþíópíu, Perú og Filippseyjum.

Skjólstæðingar Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna á heimsvísu eru alls 505,800 talsins í yfir 98 þúsund fjölskyldum. Samtals eru þetta 574 Fjölskyldueflingarverkefni sem eru sérsniðin að aðstæðum á hverjum stað fyrir sig.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...