Þökkuðu Jóni innilega fyrir peningagjöfina
Fagnaðarfundur var í vikunni þegar einn af okkar dyggustu stuðningsmönnum, Jón Pétursson, kom til okkar á skrifstofuna í Hamraborg í Kópavogi til að eiga myndsímtal við tvö fyrrverandi styrktarbörn sín í Brasilíu. Um er að ræða systkinin Graciane og Leomar sem fengu á dögunum afhenda peningagjöf frá Jóni, fjórar milljónir króna.
Jón byrjaði að styrkja systkinin árið 1991 þegar Graciane var tveggja ára og bróðir hennar Leomar var 5 ára. Á símafundinum lýstu þau hjartnæmu þakklæti til Jóns fyrir peningagjöfina sem kemur sér afar vel því þau standa bæði í íbúðarkaupum. Þau sögðu Jóni að hann væri ekki bara guðfaðir þeirra heldur líka þeirra helsta föðurímynd.
Grét af gleði þegar hún sá Jón
Jón heimsótti barnaþorpið þeirra í Santa Maria tvisvar í kringum aldamótin og dvaldi þá hjá forstöðumanni þorpsins sem var viðstaddur símafundinn nú í vikunni. Það var líka eiginkona forstöðumannsins og grét hún svo mikið af gleði við að sjá Jón að hún kom varla upp orði.
Jón styrkti SOS Barnaþorpin alls um 10 milljónir króna með einni greiðslu nú í lok ársins 2018. Graciane og Leomar fá af þeirri upphæð áðurnefndar fjórar milljónir króna en afgangurinn skiptist á milli barnaþorpsins í Santa Maria og SOS á Íslandi.
Viðtal við Jón
Ítarlegt viðtal var við Jón í fréttablaði SOS Barnaþorpanna sem hægt er að nálgast rafrænt hérna.
Nýlegar fréttir
SOS neyðarvinur - ein styrktarleið fyrir alla neyðaraðstoð SOS
Neyðin í heiminum hefur sjaldan verið meiri og útbreiddari og neyðaraðgerðum SOS Barnaþorpanna fer fjölgandi. SOS á Íslandi hefur því ákveðið að sameina framlög til neyðaraðgerða samtakanna undir eina...
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...