Gefðu framtíðinni forskot

SOS Barnaþorpin, í samstarfi við nokkur önnur góðgerðarfélög, hafa sett á laggirnar vefsíðuna erfdagjafir.is. Tilgangur samstarfsins er að vekja athygli á þeim möguleika að ánafna hluta eigna sinna til góðgerðarmála eftir sinn dag.
Munaðarlaus og yfirgefin börn hafa á undanförnum árum notið góðs af erfðagjöfum sem borist hafa SOS Barnaþorpunum. Svipaða sögu hafa önnur góðgerðarfélög að segja. Vilja félögin benda á þennan möguleika og skapa vettvang til miðlunar upplýsinga og umræðu um þessi mál.
Nánar má kynna sér erfðagjafir til SOS Barnaþorpanna hér.
Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...