Gefðu framtíðinni forskot

SOS Barnaþorpin, í samstarfi við nokkur önnur góðgerðarfélög, hafa sett á laggirnar vefsíðuna erfdagjafir.is. Tilgangur samstarfsins er að vekja athygli á þeim möguleika að ánafna hluta eigna sinna til góðgerðarmála eftir sinn dag.
Munaðarlaus og yfirgefin börn hafa á undanförnum árum notið góðs af erfðagjöfum sem borist hafa SOS Barnaþorpunum. Svipaða sögu hafa önnur góðgerðarfélög að segja. Vilja félögin benda á þennan möguleika og skapa vettvang til miðlunar upplýsinga og umræðu um þessi mál.
Nánar má kynna sér erfðagjafir til SOS Barnaþorpanna hér.
Nýlegar fréttir

Héldum að við yrðum drepin
Í apríl sögðum við frá rýmingu barnaþorps í höfuðborg Súdan vegna blóðugra átaka í nágrenni þess. Í kjölfarið var þorpið svo hertekið af vopnuðum sveitum og haldar þær enn til í barnaþorpinu.

Umbætur hjá SOS í kjölfar rannsóknarskýrslu
Árið 2021 greindum við frá því að niðurstöður tveggja óháðra rannsókna hafi leitt í ljós ýmsa misbresti í stjórnun SOS Barnaþorpanna á alþjóðavísu og í einstaka löndum. SOS Barnaþorpin á Íslandi áttu ...