Fréttayfirlit 24. apríl 2017

Vonin enn til staðar

Andreas Papp, yfirmaður neyðaraðstoðar SOS Barnaþorpanna á heimsvísu, hélt fyrirlestur þann 19. apríl síðastliðinn í Háskóla Íslands sem bar yfirheitið „Is there a hope for a traumatized generation? The war in Syria and how it affects children.“

IMG_0576.jpg

Andreas hefur yfir tveggja áratuga starfsreynslu á sviði neyðaraðstoðar, þar á meðal starfaði hann í tíu ár hjá Læknum án landamæra. Í marsmánuði var hann staddur í Sýrlandi til að skoða aðstæður og fylgjast með neyðaraðgerðum SOS í Aleppo og Damaskus.

Á fyrirlestrinum kom fram að Andreas hafi aldrei séð aðra eins eyðileggingu og í Aleppo. Ekkert rennandi vatn er í austurhluta borgarinnar en SOS Barnaþorpin hafa komið upp vatnstönkum fyrir almenning. Þá eru 14 skólar gjöreyðilagðir í austurhluta borgarinnar sem Andreas segir mjög mikilvægt að endurreisa svo börnin komist aftur í skóla.

Hann sagði vonina þó vera til staðar. Það þyrfti þó að hjálpa sýrlenskum börnum, þá sér í lagi með áfallaaðstoð og menntun.

Fyrirlesturinn þótti takast afar vel og þökkum við Andreas kærlega fyrir komuna til landsins.

Jónína Einarsdóttir tók meðfylgjandi myndir af fyrirlestrinum.

Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
29. nóv. 2023 Almennar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
21. nóv. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...