Fréttayfirlit 4. október 2017

Virkir feður í Perú

Á San Juan Lurigancho, svæði innan höfuðborgar Perú, Lima, er tíðni heimilisofbeldis verulega hátt. SOS Barnaþorpin hafa undanfarin ár lagt sitt af mörkum til að sporna við þeirri tíðni.

Hugarfarsbreytingar er þörf í Perú þar sem margir telja það eingöngu vera hlutverk konunnar að sjá um börn. Þetta hefur meðal annars orðið til þess að feður yfirgefa börn sína munaðarlaus ef móðir þeirra lætur lífið þar sem ekki þykir við hæfi að karlmaðurinn sjái um börnin.

SOS Barnaþorpin hafa sett á laggirnar verkefni sem ber heitið Virkir feður þar sem mikil áhersla er lögð á jafnrétti kynjanna og hvernig það hefur áhrif á fjölskylduna og samfélagið ef feður eru virkir í sínu hlutverki.   Þá er lögð mikil áhersla á fræðslu um heimilisofbeldi og hvernig það sundrar fjölskyldum.

Árangur verkefnisins var metinn þegar 200 karlmenn höfðu tekið þátt. Niðurstöður sýndu að þátttakan hafði breytt viðhorfum mannanna um föðurhlutverkið og heimilisofbeldi. Aðrar niðurstöður sýndu að:

-Þátttakendur höfðu meiri þekkingu á jafnrétti kynjanna

-23% karlmannanna sögðust vera betur í stakk búnir til að sýna tilfinningar

-Að meðaltali sögðust mennirnir eyða klukkutíma meira með börnum sínum en áður

-46% þátttakenda viðurkenndu að hafa beitt maka sinn eða börn ofbeldi í fortíðinni

-Allir þátttakendur voru sammála um að samband þeirra við maka sinn hefði batnað

 

Jon, 28 ára, er einn þeirra sem tók þátt í verkefninu og segist hafa náð miklum framförum. „Ég var alltaf að öskra á son minn. Ég refsaði honum og skammaði hann, stundum vissi ég bara ekki hvað ég átti að gera og því öskraði ég. Núna næ ég að halda ró minni. Ég leita að þolinmæðinni og næ að halda samræðum uppi. Nú hef ég líka mínar skyldur heima, og sinni heimilisverkum. En ég þarf þó að vinna í ýmsu, ég finn að sonur minn er stundum hræddur við mig.“

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...