Fréttayfirlit 19. desember 2018

Vinningshafar stafarugls Öðruvísi jóladagatals

Í dag var dregið úr réttum lausnum sem bárust í stafarugli Öðruvísi jóladagatals SOS Barnaþorpanna árið 2018. 45 skólar tóku þátt í dagatalinu og flestir þeirra sendu inn svör við stafaruglinu.

Lausnin við stafaruglinu var: „Öll börn skipta máli“ og voru þátttakendur í jóladagatalinu svo sannarlega sammála því. Vinningshafar stafaruglsins voru strákarnir í 6.VUJ í Vættaskóla. Þeir tóku glaðir á móti vinningnum sínum, Flóttabangsa SOS Barnaþorpanna, og sögðust hafa verið ánægðir með dagatalið í ár. Við óskum 6.VUJ innilega til hamingju með verðlaunin og þökkum þeim fyrir þátttökuna.

Nýlegar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi
16. okt. 2024 Almennar fréttir

Börnin í Líbanon heil á húfi

SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...