Vinningshafar stafarugls Öðruvísi jóladagatals
Í dag var dregið úr réttum lausnum sem bárust í stafarugli Öðruvísi jóladagatals SOS Barnaþorpanna árið 2018. 45 skólar tóku þátt í dagatalinu og flestir þeirra sendu inn svör við stafaruglinu.
Lausnin við stafaruglinu var: „Öll börn skipta máli“ og voru þátttakendur í jóladagatalinu svo sannarlega sammála því. Vinningshafar stafaruglsins voru strákarnir í 6.VUJ í Vættaskóla. Þeir tóku glaðir á móti vinningnum sínum, Flóttabangsa SOS Barnaþorpanna, og sögðust hafa verið ánægðir með dagatalið í ár. Við óskum 6.VUJ innilega til hamingju með verðlaunin og þökkum þeim fyrir þátttökuna.
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...