Fréttayfirlit 30. september 2019

Viðbótarstyrkur til neyðaraðstoðar í Kólumbíu

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa veitt 50.000 Evrur eða tæpar 7 milljónir króna í viðbótarframlag til aðstoðar við flóttafjölskyldur frá Venesúela í Kólumbíu. Ástandið hefur stigversnað undanfarna mánuði og SOS Barnaþorpin í Kólumbíu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að takmarka þau slæmu áhrif sem ástandið hefur á börn.

„Það er mjög brýnt að flóttabörnin fái athygli. Í okkar umsjá fá þau sumt af því sem þau þurftu að skilja eftir heima; leikföng og vini en umfram allt ástríkt heimili,“ segir Angela Rosales, framkvæmdastjóri SOS í Kólumbíu.

Venezuela_2019_infographic_displacement.jpgFimm og hálf milljón flýja Venesúela

Yfir fjórar milljónir Venesúelamanna hafa flúið landið undanfarin fimm ár í leit að öryggi og er búist við að fjöldinn nái fimm og hálfri milljón fyrir árslok 2019. Stór hluti þessa fólks eru börn og unglingar sem hafa orðið viðskila við foreldra sína sem og barnshafandi konur og er þessi hópur sérstaklega berskjaldaður fyrir hættum af ýmsu tagi. Glæpagengi hneppa konur og stúlkur í kynlífsánauð og fólkið lifir í stöðugum ótta við mansal og mannrán eða að verða vikið úr landinu.

SOS Barnaþorpin í Kólumbíu vinna markvisst að því að forða fólki frá þessum hættum og hafa sett upp svokölluð fjölskyldu- og barnvæn svæði. Þar fá fjölskyldur faglega ráðgjöf, aðstoð við að þekkja hætturnar og eflingu til sjálfshjálpar. SOS sér barnafjölskyldum í neyð einnig fyrir tímabundnum vistarverum, mat, vatni, hreinlæti og sálfræðiaðstoð ásamt fleiru.

SOS Barnaþorpin á Íslandi styrktu þessa neyðaraðstoð um rúma eina milljón króna fyrr á þessu ári sem mótframlag við 19,5 milljóna króna styrk Utanríkisráðuneytisins. Í ljósi aukinnar neyðar hefur stjórn SOS á Íslandi nú ákveðið að bæta tæpum sjö milljónum króna við þessa þörfu aðstoð.

Styrktaraðilar SOS á Íslandi geta tekið þátt með frjálsum framlögum eða með því að gerast Barnaþorpsvinur þorpanna í Kólumbíu. Alls sjö SOS barnaþorp eru í Kólumbíu.

Kólumbíuþorpin.jpg

Nýlegar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út
28. nóv. 2024 Almennar fréttir

SOS blaðið 2024 komið út

SOS-blað ársins er komið út og er það aðgengilegt öllum rafrænt hér á vefsíðu okkar. Í blaðinu er viðtal við hina tíbetsku Sonam Gangsang sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og heimsótti fyrrvera...

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum
22. nóv. 2024 Almennar fréttir

Fulltrúi íslenskra yfirvalda sat viðburð SOS hjá Sameinuðu þjóðunum

Alþjóðlegri herferð SOS Barnaþorpanna, „Stappað fyrir friði“, var hrundið af stað á þriðjudaginn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í aðdraganda 35 ára afmælis Barnasáttmálans. Íslensk börn ...