Fréttayfirlit 28. febrúar 2019

Vertu með í fjölskylduviðurkenningu SOS á Íslandi

Hver eða hverjir finnst þér eiga skilið að hljóta Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna 2019? Viðurkenningin verður afhent fjórða árið í röð á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar þann 15. maí n.k. Í fyrra heiðraði SOS kennara fyrir óeigingjarnt starf í þágu fjölskyldna. Með viðurkenningunni viljum við heiðra þá einstaklinga, hópa, fyrirtæki eða samtök sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi.

Valnefndin hefur tekið til starfa og í ár viljum við bjóða ykkur styrktaraðilum SOS Barnaþorpanna að velja með okkur þá aðila eða samtök sem koma til greina í valinu. Endilega sendið okkur ykkar tillögur á netfangið sos@sos.is eða í skilaboðum á Facebook síðu okkar.

Frestur ábendinga rennur út föstudaginn 8. mars. Endilega verið með!

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...