Verkefnið „Læsi á opnu svæði“ nýtur velgengni í Kenía
Læsi á opnu svæði (e. Open Space Literacy Project (OSL)) er verkefni sem SOS Barnaþorpin settu á fót ásamst Plan International og öðrum samstarfsaðilum árið 2015. Tilgangurinn er að auka læsi í barnaskólum á fátækum svæðum í Kenía með tækni, en 1/3 ungs fólks á aldrinum 15-19 ára í landinu er ólæs vegna lélegra aðstæðna til menntunar.
OSL aðferðin nýtir ódýran og orkuvænan búnað. Í hverri kennslustofu eru 2-5 fartölvur sem þurfa litla orku og nýtast bæði til að þjálfa kennara og nemendur. Einnig fylgja farsímar sem notaðir eru til að skoða kennsluefni, myndvarpi
og hátalarar svo að allur bekkurinn geti tekið þátt þegar tölvurnar eru notaðar, krítartafla, prik og sólarsellur ef þörf er á. Búnaðinn er auðvelt að flytja milli kennslustofa og því getur allur skólinn notið góðs af tækninni. Með búnaðinum fylgir námskeið fyrir kennara svo tækninýjungin nýtist sem best.
Kostir verkefnisins eru margir. Hér eru nokkur dæmi:
- Börn fá aðgang að gæðamenntun á mismunandi tungumálum í gegnum tölvur og síma.
- Tæknin gefur nemendum færi á að læra á eigin forsendum og gefur þeim betri endurgjöf, jafnvel í yfirfullum kennslustofum.
- Oft er skortur á skólabókum í skólum á fátækum svæðum. Í þeim tilfellum má nota myndvarpa til að deila kennsluefninu með öllum bekknum.
- Kennarar geta fylgst með hverjum og einum nemenda í gegnum einfalt tölvuforrit.
- Kennarar nota víxlverkandi kennsluaðferðir og innleiða kerfi þar sem kynjajafnrétti er virt og jákvæðar agareglur eru nýttar.
- Í dag hefur verkefnið verið innleitt í einum Hermann Gmeiner skóla í barnaþorpi þar í landi auk 27 annarra opinberra grunnskóla. Takmarkið er að ná til 300 skóla í Kenía.
Mjög góð útkoma úr verkefninu
Hlutlaust mat frá Women Educational Researchers of Kenya (WERK) á verkefninu sýndi að nemendur sem nýttu þessa nýju tækni höfðu betri lestrarkunnáttu en jafnaldrar sem ekki nýttu tæknina. Matið sýndi einnig að mæting þeirra nemenda sem höfðu aðgang að tækninni var mun betri en mæting annarra nemenda.
Kennaraþjálfunin sýndi einnig góða niðurstöðu. Kennarar sem aldrei höfðu notað tölvur eða aðra tækni sem fylgir verkefninu geta nú auðveldlega notað tæknina. Einnig nota nú um 80% kennara í skólunum víxlverkandi kennsluaðferðir sem miða að aukinni þátttöku allra nemenda í umræðum og verkefnaúrlausnum.
Nýlegar fréttir
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.
Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...