Varúðarráðstafanir SOS í Haítí vegna fellibylsins Matthew
Fellibylurinn Matthew skall á Haítí fyrr í dag og flóð vegna bylsins hefur haft áhrif á samfélög í Haítí yfir helgina. SOS Barnþorpin hafa haft starfsemi í landinu síðastliðin 38 ár og hófu varúðarráðstafanir vegna fellibylsins fyrir helgi.
Frá því a föstudag hefur SOS í Haítí veitt samfélögum á hættusvæðum upplýsingar um styrk fellibylsins. Á laugardaginn hófu SOS-mæður að safna matarbirgðum.
Stjórnvöld hafa ákveðið að allir skólar verði lokaðir á mánudag, þriðjudag og jafnvel miðvikudag. Einnig hafa yfirvöld beðið skóla um að vera til taks ef nýta þarf þá sem neyðarskýli. SOS hefur undirbúið skóla á sínum vegum eftir því.
Eins og staðan er núna hefur ekki þurft að rýma Barnaþorp SOS í landinu en samtökin eru viðbúin að hjálpa samfélögum í kring og vinna með öðrum félagasamtökum á svæðinu.
Nýlegar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS
Sorgarmiðstöð hlaut í gær fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna fyrir mikilvægt starf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Forsetafrú og velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Eliza Reid, ...

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð
Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnustaðakönnun V.R. og hljóta þar með titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki í flokki lítilla fyrirtækja.