Var innheimt tvöfalt af kortinu þínu?
Kerfisvilla varð til þess að innheimt var tvöföld upphæð hjá sumum mánaðarlegum styrktaraðilum SOS Barnaþorpanna á Íslandi í dag, mánudaginn 14. september. Þetta á við um styrktarforeldra, barnaþorpsvini og fjölskylduvini sem greiða með kreditkortum frá Mastercard. Unnið er að leiðréttingu og verður aukarukkunin bakfærð fljótlega, vonandi í dag. Endurgreiðsluferlið ætti vonandi ekki að taka fleiri en einn til tvo daga.
Við vorum að taka í notkun nýtt tölvukerfi hér á skrifstofunni okkar sem á að bæta þjónustu við styrktaraðila. Þetta var því ekki byrjunin sem við vonuðumst eftir svo fall er vonandi fararheill í þessu tilfelli.
Við biðjumst innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og biðjum viðkomandi styrktaraðila um að láta okkur vita ef endurgreiðslan dregst á langinn.
Með kærri kveðju og þökk fyrir stuðninginn,
starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi
Nýlegar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS
Sorgarmiðstöð hlaut í gær fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna fyrir mikilvægt starf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Forsetafrú og velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Eliza Reid, ...

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð
Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnustaðakönnun V.R. og hljóta þar með titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki í flokki lítilla fyrirtækja.