Var innheimt tvöfalt af kortinu þínu?
Kerfisvilla varð til þess að innheimt var tvöföld upphæð hjá sumum mánaðarlegum styrktaraðilum SOS Barnaþorpanna á Íslandi í dag, mánudaginn 14. september. Þetta á við um styrktarforeldra, barnaþorpsvini og fjölskylduvini sem greiða með kreditkortum frá Mastercard. Unnið er að leiðréttingu og verður aukarukkunin bakfærð fljótlega, vonandi í dag. Endurgreiðsluferlið ætti vonandi ekki að taka fleiri en einn til tvo daga.
Við vorum að taka í notkun nýtt tölvukerfi hér á skrifstofunni okkar sem á að bæta þjónustu við styrktaraðila. Þetta var því ekki byrjunin sem við vonuðumst eftir svo fall er vonandi fararheill í þessu tilfelli.
Við biðjumst innilegrar afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og biðjum viðkomandi styrktaraðila um að láta okkur vita ef endurgreiðslan dregst á langinn.
Með kærri kveðju og þökk fyrir stuðninginn,
starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...