Fréttayfirlit 14. febrúar 2024

Er valkrafa frá SOS Barnaþorpunum í heimabankanum þínum?

Er valkrafa frá SOS Barnaþorpunum í heimabankanum þínum?

SOS Barnaþorpin veita munaðarlausum og yfirgefnum börnum staðgengil fyrir þá fjölskyldu sem þau hafa misst og treysta um 70 þús­und börn og ung­menni víða um heim al­far­ið á samtökin okkar. Samtökin standa líka fyrir neyð­ar- og mann­úð­ar­að­stoð í þágu barna um allan heim.

Valkröfur liður í fjáröflun

Starf­semi SOS Barnaþorpanna á Íslandi felst í því að afla fjárstuðnings fyrir þessa hjálparstarfsemi og byggir innkoma samtakanna hér á landi að langstærstum hluta á einstaklingsframlögum. Liður í þeirri fjáröflun er að senda valkröfur í heimabanka til almennings og fyrirtækja. Valgreiðslur eru hugsaðar fyrir félög sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst að gera innheimtu frjálsra fjárframlaga auðveldari.

Eyða valkröfum eða koma í veg fyrir þær

Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða valgreiðslur sem engum ber skylda að greiða og bera þær hvorki dráttarvexti né annan kostnað. Valgreiðslur má þekkja á því að í netbönkum er hægt að eyða þeim eða fela. Blæbrigðamunur er á framsetningu valgreiðslna á milli banka.

Ef þú vilt ekki fá valkröfur

Ef þú kærir þig ekki um að fá valkröfur getur þú skráð þig á bannskrá í þjóðskrá. Þá kemur þú ekki fram á úrtakslistum sem notaðir eru í markaðssetningarskyni. Þetta er einfalt að gera á vef Þjóðskrár sem þú skráir þig inn á með rafrænum skilríkjum. Skráning á bannskrá þýðir einnig að þú færð ekki senda markpósta.

Nánar er fjallað um valkröfur á vefsíðu Landsbankans.

Takk fyrir stuðninginn

SOS Barnaþorpin á Íslandi þakka af öllu hjarta þeim þúsundum Íslendinga sem árlega leggja samtökunum lið með valgreiðslum.

Nýlegar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
29. sep. 2024 Almennar fréttir

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi

Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.