Fréttayfirlit 7. desember 2018

Valdi börnin frekar en nýjan bíl

SOS Barnaþorpunum barst í vikunni höfðingleg gjöf frá Pálmari Ragnarssyni, 600.000 krónur sem renna til SOS Barnaþorpanna í Mexíkó. Pálmar var á tveggja mánaða ferðalagi um Mexíkó þar sem hann varð vitni að mikilli fátækt. Úr varð að Pálmar ákvað að gefa eina milljón króna til SOS Barnaþorpanna og Barnaheilla og fer upphæðin í hjálparstarf fyrir munaðarlaus börn í Mexíkó.

„Það er svo rosalegur munur á því hvernig við höfum það hér á Íslandi miðað við í Mexíkó. Ég var í stöðu til að gera eitthvað í málunum og sá að þarna get ég gert eitthvað sem skiptir máli.“

Pálmar sem er 34 ára fyrirlesari og körfuboltaþjálfari hafði verið í þeim hugleiðingum að kaupa sér nýjan bíl því bíllinn hans er orðinn 11 ára gamall. „En nú þegar ég sé hlutina í öðru samhengi þá dugir þessi bíll mér alveg. Það eru aðrir sem þurfa meira á peningnum að halda. Ég vil frekar bæta aðstæður munaðarlausra barna í Mexíkó.“

Við hjá SOS Barnaþorpunum þökkum Pálmari innilega fyrir þessa óeigingjörnu, hjartahlýju og höfðinglegu gjöf.

Pálmar og Ragnar2.jpg
Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi ásamt Pálmari eftir afhendingu gjafarinnar.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...