Utanríkisráðuneytið styrkir neyðaraðstoð SOS í Mið-Afríkulýðveldinu
Nýlega styrkti utanríkisráðuneytið SOS Barnaþorpin á Íslandi til að fjármagna neyðaraðstoð samtakanna í Mið-Afríkulýðveldinu. Styrkurinn hljóðar upp á tólf milljónir og mótframlag SOS á Íslandi eru rúmar fimm milljónir. Því fara rúmar sautján milljónir frá Íslandi til neyðarverkefna SOS Barnaþorpanna í Mið-Afríkulýðveldinu.
Neyðin í Mið-Afríkulýðveldinu er gríðarleg og talin í hópi tíu alvarlegustu neyða í heiminum í dag. Yfirvöld í landinu ráða ekki við ástandið sem m.a. stendur af fólki á flótta, skipulögðum drápum á ættbálkum og mnnréttindarbrotum.
Verkefnið sem SOS Barnaþorpin fengu styrk fyrir er staðsett í Bangui í Mið-Afríkulýðveldinu og mun að minnsta kosti standa yfir til vors 2018. Áætlaður fjöldi beinna skjólstæðinga verkefnisins er 12 þúsund börn og fjölskyldur þeirra.
Neyðaraðstoðin felur meðal annars í sér eftirfarandi:
- Matargjafir
- Heilbrigðisaðstoð fyrir vannærð börn, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti
- Aðstoð við að koma börnum í skóla
- Endurbygging á skólum
- Hreinlætisvörur fyrir börn, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti
- Barnvæn svæði þar sem börn geta fengið aðstoð og leikið sér
- Skýli fyrir börn sem misst hafa foreldra sína eða orðið viðskila við þá
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...