Utanríkisráðuneytið styrkir neyðaraðstoð SOS í Mið-Afríkulýðveldinu
Nýlega styrkti utanríkisráðuneytið SOS Barnaþorpin á Íslandi til að fjármagna neyðaraðstoð samtakanna í Mið-Afríkulýðveldinu. Styrkurinn hljóðar upp á tólf milljónir og mótframlag SOS á Íslandi eru rúmar fimm milljónir. Því fara rúmar sautján milljónir frá Íslandi til neyðarverkefna SOS Barnaþorpanna í Mið-Afríkulýðveldinu.
Neyðin í Mið-Afríkulýðveldinu er gríðarleg og talin í hópi tíu alvarlegustu neyða í heiminum í dag. Yfirvöld í landinu ráða ekki við ástandið sem m.a. stendur af fólki á flótta, skipulögðum drápum á ættbálkum og mnnréttindarbrotum.
Verkefnið sem SOS Barnaþorpin fengu styrk fyrir er staðsett í Bangui í Mið-Afríkulýðveldinu og mun að minnsta kosti standa yfir til vors 2018. Áætlaður fjöldi beinna skjólstæðinga verkefnisins er 12 þúsund börn og fjölskyldur þeirra.
Neyðaraðstoðin felur meðal annars í sér eftirfarandi:
- Matargjafir
- Heilbrigðisaðstoð fyrir vannærð börn, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti
- Aðstoð við að koma börnum í skóla
- Endurbygging á skólum
- Hreinlætisvörur fyrir börn, barnshafandi konur og konur með barn á brjósti
- Barnvæn svæði þar sem börn geta fengið aðstoð og leikið sér
- Skýli fyrir börn sem misst hafa foreldra sína eða orðið viðskila við þá
Nýlegar fréttir

Fjögurra milljóna króna erfðagjöf til SOS
SOS Barnaþorpunum á Íslandi barst á dögunum rausnarleg erfðagjöf frá Svanhildi Jónsdóttur upp á tæpar fjórar milljónir króna. Svanhildur studdi allt sitt líf þá sem þurftu á stuðningi að halda og var ...

Ráðlagt að senda ekki bréf eða pakka til barnanna
SOS Barnaþorpin réðleggja styrktarforeldrum eindregið frá því að senda styrktarbörnum sínum bréf eða pakka um þessar mundir. Ekki er hægt að tryggja að þessar sendingar komist á leiðarenda vegna ástan...