Fréttayfirlit 15. mars 2022

Utanríkisráðuneytið gerir rammasamning við SOS Barnaþorpin

Utanríkisráðuneytið gerir rammasamning við SOS Barnaþorpin

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Ragnar Schram framkvæmdastjóri SOS á Íslandi undirrituðu samninginn.

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa gert tímamótasamning við Utanríkisráðuneytið sem mun tryggja fyrirsjáanleika og fjármögnun mikilvægra verkefna SOS í þágu velferðar barna og ungmenna víða um heim. Utanríkisráðherra og framkvæmdastjóri SOS á Íslandi undirrituðu í gær, mánudaginn 14. mars, rammasamning sem tryggir SOS Barnaþorpunum 255 milljónir króna á næstu þremur árum.

Sérstök áhersla er lögð á fjölskyldueflingu til stuðnings við barnafjölskyldur í sárafátækt og að efla þær til sjálfbærni. Einnig stendur til að samningurinn hjálpi til við fjármögnun á atvinnuhjálp ungmenna í Sómalíu og Sómalílandi, og verkefni gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó.

Utanríkisráðuneytið gerði alls rammasamninga við fjögur íslensk félagasamtök en þau eru auk SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn. Utanríkisráðuneytið gerði alls rammasamninga við fjögur íslensk félagasamtök en þau eru auk SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn.
Rammasamningar Utanríkisráðuneytisins við SOS Barnaþorpin og önnur félagasamtök eru sögulegur viðburður í þróunarsamvinnu Íslands. Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS

Ekki lengur litið á samtökin sem styrkþega

„Rammasamningar Utanríkisráðuneytisins við SOS Barnaþorpin og önnur félagasamtök eru sögulegur viðburður í þróunarsamvinnu Íslands. Með þeim er gott samstarf ráðuneytisins og félagasamtaka treyst enn frekar og ekki er lengur litið á samtökin sem styrkþega, heldur samstarfsaðila íslenskra stjórnvalda til að ná markmiðum er varða velferð barna, kvenna og fátækra. Fáir, ef nokkrir, framkvæmdaaðilar þróunarsamvinnuverkefna eru nær grasrótinni og ná betur til almennings en einmitt félagasamtök á hverjum stað og þess vegna er árangur þeirra svo góður sem raun ber vitni," segir Ragnar Schram.

Þátttaka í þessum verkefnum er hluti af skyldum okkar sem þjóð meðal þjóða í alþjóðlegu samstarfi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra.

Hluti af skyldum Íslands

„Við stöndum á ákveðnum tímamótum með undirritun þessara samninga. Undanfarin tvö ár hefur þörfin fyrir mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu aukist og er því mikilvægt fyrir Ísland að leggja sitt af mörkum og gera enn meira til að standa við skuldbindingar okkar til alþjóðsamfélagsins. Þátttaka í þessum verkefnum er hluti af skyldum okkar sem þjóð meðal þjóða í alþjóðlegu samstarfi,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra við undirritunina. „Félagasamtök gegna hér mikilvægu hlutverki sem traustir samstarfsaðilar og eru mikil verðmæti fólgin í samstarfinu,“ sagði ráðherra ennfrekar.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...