Fréttayfirlit 16. mars 2020

Upplýsingar vegna kórónuveirunnar/COVID-19

Upplýsingar um kórónuveiruna/COVID-19: Vernd barna 

Gripið hefur verið til aðgerða í þeim 136 löndum sem SOS Barnaþorpin starfa í. Aðgerðir snúa að því að tryggja bæði heilsu og öryggi barna, ungmenna og starfsmanna vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 

Hvernig erum við að vernda börn fyrir kórónuveirunni (COVID-19) 

Vegna hraðrar útbreiðslu kórónuveirunnar hafa Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna gripið til aðgerða til þess að tryggja heilsu og öryggi tæplega 70.000 barna og ungmenna í barnaþorpum og æskulýðsverkefnum á vegum samtakanna. Það sama á við um 39.000 manns sem starfa á vegum samtakanna víðs vegar um heim.  

Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna veita starfsfólki bæði alþjóðlegar og svæðisbundnar upplýsingar og leiðbeiningar um kórónuveiruna sem byggðar eru á ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Organization). Auk þess fylgir starfsfólk ráðleggingum heilbrigðisyfirvalda hvers lands um það hvernig megi best vernda börn og starfsfólk fyrir veirunni.   

Sem varúðarráðstöfun hafa heimsóknir í og úr barnaþorpum verið takmarkaðar í löndum þar sem talin er aukin áhætta á smiti. Þá hefur starfsfólk verið hvatt til þess að útbúa og innleiða neyðaráætlun fyrir öll heimilin og verkefni sem starfrækt eru á vegum samtakanna.  

                     girl with her SOS mother-SOS CV Putian.jpg

Upplýsingar um hvernig best er að vernda börn gegn veirunni (Byggt á ráðleggingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar og UNICEF) 

Hvaða áhrif hefur kórónuveiran/COVID-19 á börn? 

Allir geta sýkst af kórónuveiru en lítið virðist vera um alvarlegar sýkingar meðal barna. Upplýsingar um sjúkdómsgang hjá börnum eru takmarkaðar enn sem komið er þar sem COVID-19 er nýr vírus.  

Hvernig eiga foreldrar og umsjónaraðilar barna að bregðast við ef þeir taka eftir einkennum? 

Lykilatriði er að grípa til aðgerða fljótt og forðast almenningsstaði og samneyti við aðra þannig forðast megi frekari útbreiðslu. Þegar barn sýnir einkenni skal hafa samband við heilsugæslu eða viðeigandi aðila og fylgja ráðleggingum þeirra. Rétt er þó að hafa í huga að víða um heim er einnig flensutímabil og kann hósti, hnerri og hiti að stafa af flensu.  

Á ég að fara með barnið mitt í skólann? 

Börn sem sýna einkenni kórónuveirunnar eða flensulík einkenni, svo sem hita eða hósta, eiga ekki að mæta í skólann. Börn sem eru einkennalaus ættu að mæta í skóla nema annað hafi verið ráðlagt af heilbrigðisyfirvöldum eða opinberum aðilum í hverju landi.  

Hvað get ég kennt barninu mínu til þess að forða frekari útbreiðslu kórónuveirunnar? 

Hreinlæti skiptir sköpum í baráttu við veiruna. Kenna þarf börnum að passa upp á handþvott, að hósta í olnbogabótina og að forðast snertingu við augu, nef og munn með óþvegnar hendur. Bna skal fyrir börnum að þrífa hendur vel áður en þær snerta augu, nef og munnur, við lok snertingar skal þrífa hendur á .  

Hvernig á að koma í veg fyrir áhyggjur barna vegna veirunnar? 

Breytingar í daglegri rútínu geta valdið börnum streitu og áhyggjum. Ef það er hægt skal skapa börnum tækifæri og aðstæður til þess að slaka á og leika sér. Fullvissa þarf börnin um að þau séu örugg og reyna að halda daglegri rútínu eins og mögulegt er, þá sérstaklega rútínu og venjum fyrir svefntímann.  

Hvað á ég að segja börnunum mínum um það sem er að gerast? 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur til eftirfarandi dæmi:  

  • Þú verður að vera heima / á sjúkrahúsinu því það er öruggara fyrir þig og vini þína. 
  • Ég veit að þetta er erfitt (kannski ógnvekjandi og jafnvel leiðinlegt) en við verðum að fylgja fyrirmælum til að tryggja öryggi okkar allra. 
  • Fljótlega fara hlutirnir aftur í samt horf. 

 

Viðbótarupplýsingar: 

Hér má finna yfirlýsingu Alþjóðasamtaka SOS Barnaþorpanna í heild sinni. https://www.sos-childrensvillages.org/news/protecting-children-from-covid-19 

Á upplýsingasíðu landlæknis og almannavarna um kórónuveiruna, www.covid.is, má finna góð ráð og traustar upplýsingar. 

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...