Fréttayfirlit

Uppeldi án ofbeldis: Að virkja föðurhlutverkið

Árið 2014 voru meira en 150,000 mál er varða heimilisofbeldi tilkynnt í Perú. Vegna þessa stofnaði SOS-Perú til verkefnisins í héraðinu San Juan de Lurigancho í Lima fylki, en héraðið hefur eitt hæsta hlutfall ofbeldis í landinu. Milli janúar 2014 og júní 2015 var miðpunktur verkefnisins að virkja föðurhlutverkið á svæðinu og stuðla að jafnrétti kynjanna.

Í verkefninu starfaði landsskrifstofan með fjölskyldum frá fjölskyldueflingarverkefni SOS-barnaþorpanna í Huáscar og Zárate hverfum innan héraðsins. Markmið verkefna landsskrifstofunnar var að veita aðstoð við að minnka ofbeldi innan fjölskyldna og tala fyrir góðri fjölskyldumenningu, þar sem börn upplifa ástríkt, virðingafullt og öruggt uppeldi.

Að auki hélt SOS í Perú vitundavakningarviðburði sem vöktu athygli á réttindum og verndun barna, með því markmiði að minnka tíðni heimilisofbeldis á svæðinu. Verkefnið var stutt af Bernard Van Lee stofnuninni, styrkjarsjóði í einkaeign sem stefnir að auknu samræmi, tillitsemi og sköpun í samfélögum ásamt  jöfnum tækifærum og réttindum fyrir alla.

 

Jákvæð karlmennska

tpa-picture-76928.JPGEitt af meginverkþáttum verkefnisins voru foreldranámskeið sem fjölluðu um að virkja þátttöku karla í lífi maka sinna og barna. „Starfið í kringum föðurhlutverkið er krefjandi frumkvöðlaverkefni sem SOS í Perú hefur tekið að sér.“ Sagði Rosa Vilchez, starfsmaður SOS í Perú. „Það ríkir andrúmsloft ofbeldis og óstöðugleika í San Juan de Lurigancho og því er verk okkar mikilvægt. Það er nauðsynlegt að breiða inngrip okkar  út til að hafa áhrif á opinbera stefnu í landinu. Að starfa með körlum, svo þeir verði  góðir og beinir þátttakendur í uppeldi barna þeirra, er menningarleg áskorun sem þarf að mæta."

Áherslupunktar SOS í Perú á námskeiðunum voru upplifun karla af barnshafandi konum, jafnrétti kynjanna og ofbeldislaust uppeldi, að bera kennsl á og stoppa ofbeldi gegn konum og börnum, og umönnun barna innan heimilisins.  

Verkefni SOS í Perú hefur gefið af sér góðan árangur og grunn fyrir framtíðarstarf á þessum vettvangi. SOS í Perú hefur á dagskrá að hefja svipuð verkefni í fjórum öðrum héruðum í landinu á árunum 2016 og 2017 til að vekja áframhaldandi athygli á og styðja við réttindi barna, ungmenna og fjölskyldna til lífs án ofbeldis. 

Nýlegar fréttir

Þolandi styrkti verkefni SOS gegn kynferðisbrotum á börnum
14.05.2021 Almennar fréttir

Þolandi styrkti verkefni SOS gegn kynferðisbrotum á börnum

SOS Barnaþorpunum á Íslandi barst á dögunum 53 þúsund króna framlag sem sker sig nokkuð úr frá hefðbundnum framlögum til SOS. Forsagan er sú að ókunnugur maður setti sig í netsamband við stúlku á efst...

Tilkynning til styrktaraðila SOS á Íslandi
05.05.2021 Almennar fréttir

Tilkynning til styrktaraðila SOS á Íslandi

Undanfarið höfum við verið að fást við alvarlegt mál sem við teljum mikilvægt að upplýsa styrktaraðila SOS Barnaþorpanna um. Við segjum reglulega frá öllu því jákvæða sem áunnist hefur í okkar starfi ...