Fréttayfirlit 15. júní 2019

Ungir og aldnir láta gott af sér leiða

Þrjár duglegar og hjartagóðar ungar dömur í Breiðholti tóku sig til á dögunum og söfnuðu pening fyrir SOS Barnaþorpin. Embla Marín Freysdóttir, Sara Karen Sigurðardóttir og Guðný Hrönn Sigurðardóttir gengu í hús í götu einni í Hólahverfi og söfnuðu 2.696 krónum sem þær hafa afhent okkur. Peningurinn fer í verkefni sem við fjármögnum í Eþíópíu þar sem við hjálpum sárafátækum barnafjölskyldum í gegnum Fjölskyldueflingu SOS. Þessi upphæð dugar einmitt rúmlega fyrir einu WADI vatnshreinsitæki sem útvegum þessum fjölskyldum.

WADI.jpgVatnshreinstækið nemur styrk UV sólargeislanna sem drepa sýkla og örverur. Ef plastflaska full af vatni er látin standa úti í sólinni og tækið við hliðina á, gefur broskarl til kynna að vatnið sé orðið drykkjarhæft. Svo lengi sem fýlukarlinn er á tækinu, er vatnið enn ódrykkjarhæft. Með þessu móti er hægt að sporna við sjúkdómum sem orsakast vegna skítugs drykkjarvatns.

Tækið er í sölu í vefverslun okkar.

Við þökkum Emblu, Söru og Guðnýju innilega fyrir þetta frábæra framtak.

Kom með peningabox látinnar eiginkonu sinnar

Þá kom til okkar á skrifstofuna eldri maður með þetta litla málmbox fullt af smápeningum sem konan hans átti. Hún er nú látin en hann vildi færa okkur boxið því hún hafði styrkt SOS Barnaþorpin. Þarna hlýnaði okkur um hjartarætur.

Nýlegar fréttir

Héldum að við yrðum drepin
8. jún. 2023 Almennar fréttir

Héldum að við yrðum drepin

Í apríl sögðum við frá rýmingu barnaþorps í höfuðborg Súdan vegna blóðugra átaka í nágrenni þess. Í kjölfarið var þorpið svo hertekið af vopnuðum sveitum og haldar þær enn til í barnaþorpinu.

Umbætur hjá SOS í kjölfar rannsóknarskýrslu
7. jún. 2023 Almennar fréttir

Umbætur hjá SOS í kjölfar rannsóknarskýrslu

Árið 2021 greindum við frá því að niðurstöður tveggja óháðra rannsókna hafi leitt í ljós ýmsa misbresti í stjórnun SOS Barnaþorpanna á alþjóðavísu og í einstaka löndum. SOS Barnaþorpin á Íslandi áttu ...