Fréttayfirlit 28. apríl 2016

Ulla Magnússon hættir sem formaður

Ulla stofnaði samtökin ásamt fleirum hér á landi í lok níunda áratugarins og mörg fyrstu árin sinnti hún þessu hlutverki í sjálfboðavinnu. Þá var hún fyrsti framkvæmdastjóri samtakanna og gegndi því hlutverki til ársins 2010.

Í dag standa SOS Barnaþorpin styrkum fótum og reksturinn er góður. Kostnaði hefur ávallt verið haldið í lágmarki svo hægt sé að senda sem mest til barnanna. Þúsundir foreldralausra barna njóta stuðnings íslenskra styrktarforeldra og hafa fengið nýtt tækifæri í lífinu. Enginn skyldi velkjast í vafa um það að sá sterki grunnur sem samtökin nú byggja á er að mestu afrakstur Ullu.

Nánar er farið yfir upphafið og störf Ullu í nýju fréttablaði SOS Barnaþorpanna sem dreift verður til styrktaraðila á næstu dögum.

Færum við Ullu Magnússon okkar bestu þakkir fyrir óeigingjarnt og ötult starf í þágu munaðarlausra og yfirgefinna barna um allan heim.

Við formennsku í stjórn samtakanna hefur nú tekið Kristján Þ. Davíðsson. Aðrir í stjórn eru Garðar Ingvarsson og María F. Rúriksdóttir. Varamenn eru Ólafur Örn Ingólfsson og Hildur Hörn Daðadóttir.

Nýlegar fréttir

SOS neyðarvinur - ein styrktarleið fyrir alla neyðaraðstoð SOS
13. jan. 2025 Almennar fréttir

SOS neyðarvinur - ein styrktarleið fyrir alla neyðaraðstoð SOS

Neyðin í heiminum hefur sjaldan verið meiri og útbreiddari og neyðaraðgerðum SOS Barnaþorpanna fer fjölgandi. SOS á Íslandi hefur því ákveðið að sameina framlög til neyðaraðgerða samtakanna undir eina...

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
20. des. 2024 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...